Í tilefni þess að Jurassic Park sé núna orðin trilogy þá hef ég ákveðið að skrifa um þessar þrjár myndir. Það eru örugglega nokkrir spoilerara þarna..
Jurassic Park:
Án efa sú allra besta í seríunni. Sam Neill, Laura Dern og Jeff Goldblum leika aðaðhlutverk.
Fornleifafræðingarnir Dr. Alan Grant (Neill) og “veit-ekki-nafn” ferðast á eyju í eign InGen, einnig koma með þeim Ian Malcom (Goldblum) og barnabörn Dr. Hammonds, mannsins sem er bakvið InGen. InGen hefur tekist það að kalla risaeðlurnar aftur með sérstakri genatækni (what ever). Og náttúrlega er takmarkið að skapa skemmtigarð fullan af risaeðlum.
En eins og alltaf þá fer alltaf eitthvað úrskeðis.Feitur leiðindaskarfur ætlar að selja gen úr risaeðlunum og þannig þurfi hann að taka allar rafmagnsgirðingarnar úr sambandi. En þá er fjandinn laus.
Rosaleg spenna í gangi alla myndina. Snareðlurnar sérstaklega skemmtilegar, atriðið í rafmagnsskúrnum var alveg magnað!! En T-Rex var/er/verður alltaf flottasta eðlan.
5/5 stjörnur
Jurassic Park: Lost World
Sú leiðinlegasta af þeim. Ian Malcom og Dr. Hammond eru þeir einu sem snúa aftur. Ég man ekki alveg á stundinni hvernig Malcom var kallaður á eyjuna. Eina atriðið sem ég man virkilega eftir var þetta með húsvagninn, ágætt atriði. Fyrir utan það, þá verð ég að segja að ég man ekkert eftir myndinni. Veit það bara að hún var slöpp, mjög slöpp. Og hefði betur mátt sleppa þeirri mynd.
2/5 stjörnur
Jurassic Park III
Þessi mynd, hún var svona sæmileg, ekki næstum jafngóð og nr. 1, en mikið betri en nr.2.
Að þessu sinni snúa Dr. Alan Grant og “veit-ekki-nafn” aftur. Reyndar kemur Laura Dern mjög lítið við sögu, þar sem hún var ekkert á eyjunni. William H. Macy leikur líka í myndinni, góður leikari.
Dr. Grant er með röngum forsendum kallaður á aðra eyju sem hann vissi ekkert af. Tvö hjón plata Grant með, því áður hafði drengurinn þeirra farið í “flugdrekaferð” í kringum eyjuna.
En að þessu sinni er þetta ný eyja, nýar tegundir og nýjar gáfur (fyrir eðlurnar).
Snareðlurnar tala saman, flugeðlur stela fólki, Ráneðla slæst við T-Rex og fl.
Endirinn, já, hann vægast sagt.. var ömurlegur. Samt þá var hún ágæt á köflum. En tilraunin til að slá grameðlunni við, var vægast sagt hryllileg, ráneðlan var ömurleg eðla.
3/5 stjörnur.
Og hvað eiga þessar myndir allar sameiginlegt (fyir utan að vera um risaeðlur)?
Þessi krakkar geta ALLT!!
Jurassic Park: Strákurinn litli, fer í tölvurnar þarna og lagar allt.
Lost World: Fimleikastúlka rotar stórhættlega snareðlu.
Jurassic Park 3: Tíu ára strákur lifir af stórhættulegar snareðlur, ráneðlur, grameðlur og fl. í 8 vikur !!!
Komið útí öfgar..
Ef ég mætti ráða, þá hefði ég látið Jurassic Park 1 nægja, þá væri hú orðin meiri klassík.
Eitt hata ég, framhaldsmyndirnar sem eyðileggja allt!! Það nægir að nefna Jaws..
Jæja, komið nóg.
Takk fyrir lesturinn,
sigzi