!!Varúð, varúð. Í þessari grein geta leynst stafsetningarvillur. Ég bið viðkvæma um að lesa ekki lengra. Hugi.is og sbs.is taka ekki ábyrgð á geðveiki, dauðsföllum eða hamförum sem verða vegna stafsetningar villna í þessari grein!!
Reglan um asískar skrúðgöngur:
Í hverri einustu kvikmynd sem gerist í Asíu kemur skrúðganga við sögu og alltaf eru þessir risastóru rauðu drekar hoppandi um allt.
Reglan um bílaeltingarleik:
Þegar kvikmyndapersóna er í bíl og hún tekur eftir því að eitthver er að elta bílinn þá segir hún alltaf “We've got company”.
Reglan um ótrúlegu limosíuna:
Það skiptir ekki máli á hve flottum BMW, Ferrari eða hvaða sportbíl góði karlinn er á vondi karlinn getur alltaf farið jafn hratt og hann á risastóru limosíunni sinni, sérstaklega ef þau eru að keyra um eyðimerkur.
Reglan um hljóð í geimnum:
2001: A Space Odyssey er eina myndin í sögu kvikmynda sem að hefur haft hljóð í geimnum eins og þau heyrast í geymnum. Þið munið eftir taglinunni í Alien; In Space, No One Can Hear You Scream ; þetta gildir líka um öll önnur hljóð.
Reglan um kvikmynda gler:
Hetjur fá aldrey glerbrot í sig þegar þeir stökkva í gegnum gler glugga.
Kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is">sbs.is</a