Leikarinn magnaði, Edward Norton, hefur núna slegist í för með mannætunni Hannibal Lecter, sem verður auðvitað leikið af Anthony Hopkins. Þetta mun vera “prequel” eða framhaldsmynd sem gerist á undan fyrri myndinni. Þetta mun vera prequel af Silence of the Lambs, ekki Hannibal. Myndin á að heita Red Dragon.
Norton mun leika FBI lögguna Will Graham. Fyrstu lögguna sem afhjúpaði sálfræðinginn Dr. Hannibal Lecter sem ógeðslega mannætu, og ráðgast svo við hann meðan hann eltir annan raðmorðingja, þekktur sem “Tannálfurinn” eða “The Tooth Fairy”, því hann hefur gaman af því að bíta í fórnarlömb sín.
Red Dragon var gefin út 1981 af Thomas Harris, áður en The Silence of the Lambs og Hannibal komu til sögunnar. Sagan gerist á undan hinum seinnu og frægari bókum. Bæði Silence og Hannibal urðu gróðarsmellur árið 1991 og 2001, hver um sig.
Fyrsta skáldsaga Harris um Lecter var myndum 1986, myndin hét The Manhunter. Margir kannast eflaust mjög vel við þá mynd.
Þótt að Hopkins sé meira en áratugi eldri þegar hann birtist fyrst sem Hannibal, þá mun hann leika hann í þriðja sinn. Hann birtist í þokulögðu “flash-backi” í Hannibal. Í því sannfærir hann Mason Verger (Gary Oldman) að afskræma sig sé fín hugmynd.
Ted Tally, sem skrifaði handritið að Silence, og fékk Óskarinn fyrir það, mun skrifa handritið að Red Dragon. En hvorki Jonathan Demme né Ridley Scott munu snúa aftur sem leikstjórar. Nýji leikstjórinn mun vera Brett Ratner, leikstjóri Rush Hour myndanna og The Family Man.
En þá vantar konu í eitt aðalhlutverkið, það hefur verið talað um það að fá Emily Watson til að leika blinda konu sem óvitandi verður ástin hans “Tannálfsins”. Sú sem fór með hlutverk hennar í Manhunter var Joan Allen, sem lék nýlega í The Contender.
Norton, sem er núna í The Score um misheppnað bankarán, mun leika næst í grínmyndinni Death to Smoochy.
sigzi