Ég átti alltaf eftir að sjá Saw 1, og reyndar 2 líka en það er annað mál, svo ég horfði á hana á Stöð 2 áðan.
Saw er helvíti góð mynd og allt það en ég byrjaði að pæla hversu geðveikir náungarnir sem skrifuðu handritið séu, fólki dettur svona hlutir ekkert bara allt í einu í hug.
Ef þið pælið í því þá er þetta fólk sem er að skrifa sögurnar á bakvið myndirnar ekki heilt á geðsmunum.
Varla færi Jerry Bruckheimer[hvernig skrifar maður það?] að búa til nokkrar seríur af CSI ef hann væri fullkomnlega heilbrigður, það er fólk sem er drepið í hverjum einasta þætti og eftilvill nauðgað líka.
Eins er með Dick Wolf[er það ekki nafnið á Law & Order kallinum] alls ekki heilbrigður.
Afhverju er þetta fólk ekki læst inni á hæli eða eitthverju álíka?
Þetta fólk hefur bara gott af því að fara á hæli, tala við geðlækni/sálfræðing EN þá fengjum við ekki að borga okkur inn í bíó til að láta hræða úr okkur líftóruna.
Hvað er þetta eiginlega afhverju förum við í bíó til að láta hræða okkur?
Það er ekki eins og við borgum bara bíóhúsunum fyrir að hræða okkur, þegar við förum í tívolí þá förum við oft í draugahús og reynum að láta hræða okkur, fullt af fólki eyðir miklum peningum í jaðarsport sem ganga útá það að komast eins nálægt því að drepa þig og þú getur án þess að drepa þig.
Þetta eru bara nokkrar pælingar hjá mér.
Ég veit að þetta er ekkert alltof ný pæling með að borga fyrir að láta hræða sig en so fucking be it.
Endilega koma með álit.