
Miðasala er hafin í Nexus á Hverfisgötu 103 og er miðinn á 1.100 kr.
V for Vendetta er byggð á samnefndri bók sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út snemma á áttunda áratugnum.
Myndin gerist í náinni framtíð þegar fasistar hafa náð stjórn á Bretlandi og er landinu stjórnað með harðri hendi af kanslara og ráði hans. Kúgun og reglur ráða ríkjum þangað til að grímuklæddur maður að nafni V kemur til sögunnar og ætlar hann sér að bjarga samlöndum sínum undan kúgununni með róttækum aðgerðum.
Myndin er leikstýrð af James McTeigue sem var aðstoðarleikstjóri Wachowski bræðra við tökur á The Matrix myndunum, en þeir þjóna sem aðstoðarleikstjórar á Vendetta. Leikarahópur myndarinnar er góður og er Hugo Weaving maðurinn bakvið grímuna, en hann er þekktari fyrir hlutverk sitt sem Mr. Smith í The Matrix þríleiknum. Í öðrum hlutverkum eru Natalie Portman og John Hurt.
Myndin hefur verið að fá hörka dóma erlendis:
“The most faithful and literal adaptation of an Alan Moore graphic novel…a potent combination of action, emotion and wry political commentary. 9 out of 10!”
Edward Douglas – ComingSoon.net
“We have here something that we rarely see in SF films these days… a movie about
ideas over action, character over special effects, and emotion over action.”
Moriarty - AintItCoolNews
* * * 1/2 - James Berardinelli
* * * - Roger Ebert
Miðasala er hafin í Nexus á Hverfisgötu 103 og er miðinn á 1.100 kr.