
1. Eitt skipti í myndinni þá setur Leon hendina sína í ís kaldann vökva, engin lifandi manneskja ætti að geta gert það því kuldinn er svo gífurlegur, Leon tekur síðan höndina sína upp úr vökvanum eins og ekkert sé (einnig sjáið þið að þeim Roy og Leon er ekki kalt meðan að kínverski maðurinn er að frjósa). Þetta var eitt dæmi um að Replicant finna ekki til sársauka, annað dæmi er þegar Roy stingur penna í höndina á sér í þeirri von um að líftími hans aukist um nokkrar mínútur. Þið sjáið greinilega að hann er ekkert að kippa sér upp við að fá penna í höndina sína. Allt í lagi þá er það komið á hreynt að Replicant finna ekki til. Alla myndina þá er Deckard lamin af Replicants því þau eru auðsjáanlega sterkari en menn, Deckard ræður ekkert við þau og marinn á mörgum köflum í myndinni en helsta atriðið er Þegar Roy kippir hönd Deckards í gegnum vegginn og byrjar að brjóta fingurnar á honum þá veinar Deckard af sársauka en í raun ætti hann ekki að finna fyrir neinu fyrsta að hin vélmennin finna ekki til. Þetta er nokkurn vegin stærri sönnun fyrir því að Deckard sé mennskur heldur en fræga unicorn atriðið sem átti að gefa í skin að hann væri í raun Replicant.
2. Númer eitt var helsta sönnunin fyrir því að Deckard væri mennskur en það eru lítil smáatriði sem einnig má bæta inni í. Eitt er ef hann sé vélmenni afhverju hafi þá verið settar í hann slæmar minningar úr vinnu sinni hjá lögregluni, góðar minningar hefðu verið mun betri og hjálpsamlegri. Það hefur oft verið talað um að Deckard hafi verið sjötta vélmennið sem slapp en það er ekki satt. Sjötta vélmennið sem slapp hét Mary og leikkonan hét Stacy Nelkin. Sjötta vélmenninu var sleppt útaf peninga vandamálum en atriðið þar sem þeir tala um að sex vélmenni hafi sloppið hafði verið tekið upp áður og var því haldið en þar af leiðandi með stórri villu.
Málið er að ég hef alltaf haldið að Deckard hafi verið vélmenni og hafði gaman af hugsunini á bakvið það en það sem mér fannst skemmtilegast við myndina var að vera með eða á móti því að Deckard hafi verið vélmenn. Það var alltaf gaman að rökræða um hvort hann hafi í raun verið vélmenni eða bara mennsk fyrrverandi lögga. En fyrst að Ridley Scott segir þetta þá er það víst rétt en samt sem áður þá sér maður fullt af atriðum sem styðja einnig það að hann sé mennskur.
Ég gleymdi að minnast á að ég fékk nær allar heimildir mínar á www.brmovie.com