Óskarsverðlaunin 2006: Mín spá Jæja, þá styttist í hin virtu verðlaun sem bera nafnið Óskarsverðlaunin. Eins og venjan er þá eru þeir bestu tilnefndir og sá besti vinnur (Að mati Akademíunnar), og er þetta árið lítið öðruvísi. Vill ég lýsa þó nokkri undrun á tilnefningum enda bæði ég og margir aðrir bjuggust við öðru. En, eins og ég sagði, þá er það Akademían sem ræður og við verðum að sitja og horfa á… En, sama hversu lélegar tilnefningarnar eru að okkar mati ber okkur skylda að fylgjast með og ætla ég mér hér að spá fyrir úrslitum nokkurra flokka…. Lítum á þetta.


Besta Mynd Ársins
Brokeback Mountain (2005) - Diana Ossana, James Schamus
Capote (2005) - Caroline Baron, William Vince, Michael Ohoven
Crash (2004) - Paul Haggis, Cathy Schulman
Good Night, and Good Luck. (2005) - Grant Heslov
Munich (2005) - Steven Spielberg, Kathleen Kennedy, Barry Mendel
Mín spá: Ég er nokkuð viss um að Brokeback Mountain hreppi þennan bikar í ár. Jafnvel þótt mér finnist hún persónulega ekki sú besta í hópnum tel ég afar ólíklegt að aðrar myndir komi til greina. Ég tel mig hér og nú geta strokað út bæði Crash og Good Night, and Good Luck. Og jafnvel þótt Capote og Munich gætu átt einhvern möguleika á að ganga út með bikarinn þá er ég í engum vafa á hvaða mynd veðja skal á. Brokeback Mountain verður valin besta mynd ársins.


Besti Leikari í Aðalhlutverki
Philip Seymour Hoffman fyrir Capote (2005)
Terrence Howard fyrir Hustle & Flow (2005)
Heath Ledger fyrir Brokeback Mountain (2005)
Joaquin Phoenix fyrir Walk the Line (2005)
David Strathairn fyrir Good Night, and Good Luck. (2005)
Mín spá: Ég vill byrja á því að segja að Terrence Howard á ekkert erindi í þennan flokk og ætla ég að strika yfir hann hér og nú. Í raun ætla ég að kveðja Heath Ledger samstundis líka… Og þá eru þrír kandídatar eftir, sem allir gáfu frá sér ótrúlega frammistöðu, hreint og beint mangnaðir menn en ég ætla samt sem áður að skjóta á Philip Seymour Hoffman og tel ég mig nokkuð öruggan sigurvegara með þeirri ákvörðun.


Besta Leikkona í Aðalhlutverki
Judi Dench fyrir Mrs. Henderson Presents (2005)
Felicity Huffman fyrir Transamerica (2005)
Keira Knightley fyrir Pride & Prejudice (2005)
Charlize Theron fyrir North Country (2005)
Reese Witherspoon fyrir Walk the Line (2005)
Mín spá: Ég ætla að taka það fram núna að það eru bara tvær konur hér sem koma til greina. Felicity Huffman eða Reese Whiterspoon, og er ég handviss um að önnur þeirra hreppi verðlaunin. Hinsvegar flækjast málin þegar velja skal aðra þeirra. Ég ætla að skjóta á Reese Witherspoon, ekki endilega fyrir betri frammistöðu heldur fyrir hlutverkið. Hún er í stórmyndinni Walk the Line og byggist persóna hennar á raunverulegri persónu… Og ég held að það tryggi henni Óskarinn frekar en betri frammistaða. Reese Witherspoon tekur þessi verðlaun.


Besti Leikari í Aukahlutverki
George Clooney fyrir Syriana (2005)
Matt Dillon fyrir Crash (2004)
Paul Giamatti fyrir Cinderella Man (2005)
Jake Gyllenhaal fyrir Brokeback Mountain (2005)
William Hurt fyrir A History of Violence (2005)
Mín spá: Þessi flokkur er sá erfiðasti til þessa. Allir þessir leikarar gerðu vel, virkilega vel og vandast því málin. Ég var handviss í mínum málum um að Paul Giamatti fengi Golden Globe verðlaunin fyrir sína einstöku frammistöðu í Cinderella Man, en allt kom fyrir ekki og sú verðlaun tók George Clooney. En í raun þegar ég ber frammistöðu þeirra saman get ég ekki annað en spáð Paul óskarinum. Ég er mjög efins en ég ætla að leggja traust mitt í hendur Akademíunnar og búast við því að þeir veiti Paul Giamatti þessi verðlaun. Áfram Paul!


Besta Leikkona í Aukahlutverki
Amy Adams fyrir Junebug (2005)
Catherine Keener fyrir Capote (2005)
Frances McDormand fyrir North Country (2005)
Rachel Weisz fyrir The Constant Gardener (2005)
Michelle Williams fyrir Brokeback Mountain (2005)
Mín spá: Ég sé ekki annað fyrir mér en að Rachel Weisz hreppi þessi verðlaun, í raun tel ég mig ekki þurfa að fara nánar úti það… Rachel Weisz er klár sigurvegari.


Besti Leikstjóri
George Clooney fyrir Good Night, and Good Luck. (2005)
Paul Haggis fyrir Crash (2004)
Ang Lee fyrir Brokeback Mountain (2005)
Bennett Miller fyrir Capote (2005)
Steven Spielberg fyrir Munich (2005)
Mín spá: Það kom mér vissulega á óvart að Ron Howard hafi ekki verið tilnefndur hér en sama hvort hann hafi verið tilnefndur eða ekki þá myndi ég spá Ang Lee sigurinn. Hann hefur nánast hreppt öll verðlaun fyrir leikstjórn sína sem hægt er að fá og tel ég góðar líkur á að hann fullkomni sigur sinn með Óskarsverðlaununum í ár.


Besta Frumsamda Handrit
Crash (2004) - Paul Haggis, Robert Moresco
Good Night, and Good Luck. (2005) - George Clooney, Grant Heslov
Match Point (2005) - Woody Allen
The Squid and the Whale (2005) - Noah Baumbach
Syriana (2005) - Stephen Gaghan
Mín spá: Það er vissulega mikið búið að hrósa Crash fyrir sitt einstaka og frumlega handrit, og held ég að hrósið verði enn meira eftir að hún hreppir þessi Óskarsverðlaun. Já, Crash hlýtur að vera öruggur sigurvegari.


Besta Handrit Unnið eftir áður Útgefnu Efni
Brokeback Mountain (2005) - Larry McMurtry, Diana Ossana
Capote (2005) - Dan Futterman
The Constant Gardener (2005) - Jeffrey Caine
A History of Violence (2005) - Josh Olson
Munich (2005) - Tony Kushner, Eric Roth
Mín spá: Persónulega myndi ég veita Munich þessi verðlaun en ef ég þekki hugsunarhátt Akademíunnar geta Larry McMurtry og Diana Ossana byrjað að fagna núna. Brokeback Mountain fær líklega þessi verðlaun… Hvort sem hún á það skilið eða ekki.


Og það er það, endilega komið með eigin álit og pælingar.