Loksins koma niðurstöðurnar úr triviu 6 og ég biðst afsökunar á því að þær töfðust.

Þetta var frekar auðvelt m.v. hvað skorið var hátt. Helst var það spurning 1 sem stóð í mönnum. Metþáttaka var að þessu sinni en alls skiluðu 37 inn svörum.

Svona dreifðust svörin:

1. kitiboy, Kaspersen (½), Liverpool (½), DarkSide (½), Plee, clover, GHFHAHA, Gnome2 (½), DonBlasko (½), Laggs (½), peturp (½), sublime, tactical.
2. Lolli217, kaka, birningur, follu, Indy, DarkSide, sublime, killy, Plee, gunnso, Skordall, VileDarkness, Gnome2, DonBlasko, Foringinn, rfm, Laggs, sofus, haddi77.
3. Lolli217, kaka, birningur, kitiboy, Gunnzzo, follu, Kaspersen, oskarh87, Liverpool, QDOGG, Indy, DarkSide, clover, sublime, killy, Plee, Grettir, Kallisto, gunnso, Skordall, Massi, viddi, Za1Lex, VileDarkness, GHFHAHA, SharkAttack, Gnome2, DonBlasko, Foringinn, nokiddin, rfm, Laggs, peturp, sofus, haddi77, tactical.
4. kitiboy, Gunnzzo, follu, Kaspersen, QDOGG, Indy, DarkSide, clover, xublime, Plee, viddi, Za1Lex, VileDarkness, DonBlasko, nokiddin, rfm, Laggs, peturp, sofus, tactical.
5. kaka, kitiboy, Gunnzzo, follu, Kaspersen, QDOGG, DarkSide, clover, sublime, killy, Plee, Kallisto, Skordall, Massi, viddi, VileDarkness, GHFHAHA, Gnome2, rfm, Laggs, sofus, tactical, haddi77.
6. birningur, kitiboy, Kaspersen, oskarh87, Liverpool, Indy, DarkSide, clover, sublime, Plee, gunnso, viddi, Za1Lex, GHFHAHA, Gnome2, DonBlasko, nokiddin, rfm, Laggs, peturp, sofus, tactical, haddi77.
7. Lolli217, binringur, kitiboy, Gunnzzo, follu, Kaspersen, oskarh87, Liverpool, QDOGG, Indy, DarkSide, clover, sublime, killy, Plee, Kallisto, gunnso, Massi, viddi, Za1Lex, VileDarkness, GHFHAHA, SharkAttack, Gnome2, DonBlasko, Foringinn, nokiddin, rfm, Laggs, peturp, sofus, tactical, haddi77.
8. Lolli217, kitiboy, Gunnzzo, follu, Kaspersen, Liverpool, QDOGG, Indy, DarkSide, clover, sublime, killy, Plee, Grettir, gunnso, Skordall, viddi, Za1Lex, VileDarkness, GHFHAHA, SharkAttack, Gnome2, DonBlasko, Foringinn, nokiddin, rfm, peturp, sofus, tactical, haddi77.
9. kaka, kitiboy, Gunnzzo, follu, QDOGG, Indy, DarkSide, clover, sublime, killy, Plee, Grettir, gunnso, Skordall, viddi, Za1Lex, VileDarkness, GHFHAHA, Gnome2, DonBlasko, rfm, Laggs, peturp, sofus, tactical.
10. Lolli217, kaka, birningur, kitiboy, follu, Kaspersen, oskarh87, Liverpool, QDOGG, Indy, DarkSide, clover, sublime, killy, Plee, Grettir, anitaa, Kallisto, gunnso, Skordall, viddi, Za1Lex, VileDarkness, GHFHAHA, SharkAttack, Gnome2, DonBlasko, Foringinn, nokiddin, rfm, Laggs, peturp, sofus, tactical.

1. sublime, Plee … 10
2. DarkSide … 9½
3. rfm, Laggs, tactical, sofus, kitiboy, clover … 9
4. DonBlasko … 8½.
5. VileDarkness, GHFHAHA, viddi, follu, Indy … 8
6. peturp, Kaspersen, Gnome2 … 7½
7. QDOGG, gunnso, Za1Lex, killy, haddi77 … 7
8. Gunnzzo, Skordall, nokiddin … 6
9. Liverpool … 5½
10. Lolli217, kaka, birningur, Foringinn … 5
11. oskarh87, Kallisto, SharkAttack, Grettir … 4
12. Massi … 3
13. anitaa … 1

Heildarstaðan fyrir fyrstu 6 triviurnar er því sem hér segir:

1. tactical … 50
2. sofus … 42½
3. peturp … 40
4-5. follu, rfm … 34

Hérna eru svo svörin:

1. Leikkona ein hefur leikið í myndum eftir ýmsa leikstjóra. Hún hefur t.d. leikið á móti Peter Sellers í mynd eftir Blake Edwards. Einnig lék hún í nákvæmlega einni mynd eftir ónefndan ítalskan leikstjóra en þar leikur hún konu sem missir fjölskyldu sína sem er írsk. Loks má nefna að hún lék í nákvæmlega einni mynd eftir annan ítalskan kvikmyndagerðarmann en sú mynd er nokkuð óvenjuleg að því leyti að enginn bókstafur kemur fyrir í titli hennar. Hver er síðarnefndi leikstjórinn?

Leikkonan er Claudia Cardinale en hún lék í The Pink Panther á móti Peter Sellers en myndin er einmitt eftir Blake Edwards. Hún lék konu sem missir fjölskyldu sína sem er írsk í Once Upon a Time in the West en leikstjóri hennar er Sergio Leone. Hins vegar er umspurði leikstjórinn Frederico Fellini og myndin sem vísað er í er 8½.

2. Grínmynd frá áttunda áratugnum hefur a.m.k. tvisvar sinnum verið endurgerð í tveimur mismunandi löndum. Myndin gekk undir tveimur mismunandi nöfnum þegar hún kom út upphaflega; annað var notað í Bretlandi en hitt í Bandaríkjunum. Myndin var endurgerð undir breska titlinum árið 2001 í Bretlandi en þar var söguþráðurinn lagaður að aðstæðum. Myndin var síðan endurgerð undir bandaríska titlinum árið 2005 í Hollywood. Hvaða mynd er þetta (nefnið báða titla)?

Þetta er myndin The Longest Yard, upprunalega með Burt Reynolds. Hún var endurgerð í Bretlandi með Vinnie Jones í aðalhlutverki undir nafninu The Mean Machine en þar spiluðu menn knattspyrnu í stað amerísks fótbolta sem gert var í upprunalegu útgáfunni. Þetta er staðfæringin sem talað er um. Hún var svo endurgerð árið 2005 með Adam Sandler og Chris Rock undir sama nafni og upprunalega myndin, The Longest Yard.

3. Í hvaða mynd ætlar Dennis Hopper að sprengja almenningsfarartæki ef það fer undir 50 mílna hraða á klukkustund?

Ef þið sjáið svona spurningar þýðir það að ég hafi verið hugmyndalaus enda er þetta fáránlega auðvelt. Þetta er Speed. Gaman er að segja frá því að fyrstu 2 dagana sem þessi trivia stóð uppi stóð ‘yfir’ en ekki ‘undir’ 50 mílna hraða en svo benti notandi mér á þetta. Myndin hefði örugglega verið klassaspennumynd ef vagninn mætti stoppa og hægt væri að hleypa farþegunum út.

4. Fyrsta kvikmynd ónefnds leikstjóra í fullri lengd var kvikmynduð útgáfa nemendamyndar hans úr kvikmyndaskóla. Nafn kvikmyndarinnar samastendur af þremur bókstöfum og svo tölustöfum en þessir þrír bókstafir tákna fyrirbæri sem við finnum fyrir í hvert skipti sem við förum í bíó. Hver er leikstjórinn?

Þetta er George Lucas en nemendamyndin hans heitir Electronic Labyrinth THX 1138 4EB. Hann hafði gert nokkrar stuttmyndir fyrir útkomu kvikmyndarinnar THX 1138 en hún var sú fyrsta í fullri lengd. Fyrirbærið sem talað er um er auðvitað THX sem er hljóðkerfið sem má finna í að ég held flestum bíósölum landsins, allaveganna þeim stærstu.

5. Úr hvaða mynd er þessi tónlist?
Þetta var úr American Beauty eftir Sam Mendes.

6. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta var úr Equilibrium með Christian Bale.

7. Í mynd leitar maður að morðingja konu sinnar. Gallinn er þó að hann þjáist af minnisleysi og þarf því að tattúvera mikilvægar upplýsingar á líkama sinn til að þær glatist ekki. Hver er myndin?

Þetta er Memento eftir Cristopher Nolan.

8. Í hvaða mynd hlustar glæpamaður á K-Billy útvarpsstöðina á meðan hann pyntar lögreglumann?

Þarna er vísað í pyntingaratriðið í Reservoir Dogs. Ég hélt að þetta væri erfið spurning en mjög margir náðu henni. Kannski er málið að K-Billy er að ég held ekki raunveruleg útvarpsstöð og var einungis notuð í Reservoir Dogs.

9. Tengið saman gegnum samstarfsmenn að kvikmyndum Robert DeNiro og Jason Statham. (Ath! Hér má nota netið til að sjá myndir af leikurunum.)

Robert Deniro lék í Sleepers á móti Brad Pitt sem lék í Snatch á móti Jason. Þetta átti að vera löng tenging en sama hvaða nöfn ég hef saman er alltaf búin að vera auðveld tenging milli þeirra.

10. Hver leikur Johnny Cash í nýútkominni mynd um kappann?

Þetta er líka mjög auðveld spurning. Jouaqin Phoenix.

Nýja trivian er greinilega líka allt of auðveld og nokkrir hafa þegar fengið 10 stig. Þess vegna megið þið ekki láta ykkur bregða ef næsta trivia eftir hana verði erfið, jafnvel svínslega erfið.