Þessi grein er fyrir Blade Runner aðdáendur og þá sem hafa pælt mikið í myndinni.
Hér að neðan er mjög mikið af spoilerum fyrir þá sem hafa ekki séð Blade Runner þannig að ég mæli með að þið horfið fyrst á myndina áður en þið skoðið þetta.
Rick Deckard er nafn sem ekki allir kannast við en flestir kannast við leikara karektersins og í hvaða bíómynd hann er í. Bíómyndin er Blade Runner og er Rick Deckard leikinn af Harrison Ford.
Það er umtalað hvort Deckard hafi verið vélmenni (Replicant) eða mannsekja. Margar vísbendingar liggja á víð og dreif um myndina en áhorfandinn þarf að púsla þeim saman og koma með sitt eigið álit. Hér að neðan ætla ég að koma með nokkra staðreindir úr myndini sem benda til þess að Deckard sé Replicant.
Replicant = Vélmenni
Retire = Eyða vélmenni.
1. Þessi vísbending er ekki beint vísbending heldur er aðeins minnst á þetta þar sem það er skemmtileg tilviljun hvernig hlutir fara: Þegar vélmenni er drepið er það kallað “to retire a Replicant” skemmtilega tilviljunin er sú að þegar Deckard er fenginn til þess að drepa 4 Replicants þá er hann “retired” en neyðist til þess að elta vélmennin.
2. Þegar Deckar leitar í íbúð Leons (Replicant) þá finnur hann stafla af myndum af minningum hans úr barnæsku (falsað að sjálfsögðu). Þegar Deckard segir Rachel að hún sé vélmenni þá neitar hún að trúa því og sýnir honum myndir af henni einnig í barnæsku. Í einu atriði er fylgst með Deckard spila píanó heima hjá sér og er hann umkringdur myndum af fjölskyldu og ýmis konar ættingjum. Þetta ýtira undir að Deckar sé í raun Replicant.
3. Í einu atriði sofnar Deckard og dreymir um einhyrndann hest (unicorn) hlaupa í gegnum skóg. Eftir atriðið vaknar hann og heldur áfram þar sem frá var horfið. Í gegnum myndina sjáum við aðra löggu sem heitir Gaff. Hann bjó alltaf til lítil dýr úr blaðsneppli og skildi þau eftir þar sem hann hafði verið. Í enda myndarinnar þegar Deckard nær í Rachel og er að fara í lyftuna sér hann lítinn blaðsnepil á gólfinu í formi einhyrnds hests sem þýðir að Gaff hafði komið í íbúð Deckard til að “retire” Rachel en hafi hætt við. Hér kemur aðeins nánari útskýring. Þegar Deckard segir Rachel að hún sé Replicant trúir hún honum ekki í fyrstu en hann sannfærir hana með því að segja henni hluti úr barnæsku hennar sem hún átti að hafa upplifað (en í raun upplifði önnur manneskja það), það gefur okkur að Deckar hlýtur að hafa skoðað einhver skjöl um Rachel og fundið út hvaða minningar voru settar í hana. En hvernig vissi Gaff um hestin sem Deckard hafði dreymt? Hann hlýtur þá að hafa skoðað upplsýngar um Deckard og séð hestinn sem gefur okkur að Deckard sé eins og Rachel “Replicant”.
4. Í myndinni þá hafa “Replicants” glóandi augu. Í einu atriði rétt eftir að Deckard sleppur frá Leo þá spyr Rachel Deckard hvort hann mundi “retire” hana en hann svarar “No… I wouldn't. I owe you one… But *somebody* would”, þegar hann segir þetta þá glóa augun hans augljóslega og auk þess er andlit hans úr focus sem gerir þetta enn áberandi.
5. Þegar Deckard berst við Roy Batty í enda myndarinnar þá kallar Batty á Deckard með nafni þó svo að þeir tveir hafa aldrei hist áður. Roy kallar svo aftur “I thought you were supposed to be good. Aren't you the *good man*? Show me what you're made of” þannig að það er vel hægt að pæla í þessum orðum.
6. Í endann þegar Gaff segir við Deckard “You've done a man's job, sir!“ er gefið í skin að Deckard sé ekki maður.
7. Loka orð Gaff eru “It's too bad she won't live! But then again, who does?”. Tvennt kemur til greina. Annars vegar er það að Gaff veit að Rachel er heima hjá Deckard og að hún muni deyja bráðlega annað hvort útaf “líf tímanum” (sem er 5 ár) eða hún verði “retired”. En Gaff gæti einnig verið að tala um “líf tíma” Deckerd.
Þar með hef ég talið 7 vísbendingar sem tengjast því hvort Deckard sé maður eða vélmenni. Ridley Scott vildi láta áhorfandann ákveða það sjálfan og hefur verið marg oft deilt um hvort hann hafi verið maður eða vélmenni. En spurningin er hvað heldur þú?