Highlander (1986)
Leikstjóri: Russell Mulcahy
Handrit: Gregory Widen
Leikararnir:
Christopher Lambert …. Connor MacLeod/Russell Nash
Roxanne Hart …. Brenda Wyatt
Clancy Brown …. Kurgan/Victor Kruger
Sean Connery …. Juan Sanchez Villa-Lobos Ramirez
Söguþráðurinn:
Myndin fjallar um menn sem kallast hálendingar og eru ódauðlegir og geta ekki dáið nema að annar hálendingur afhausar þá. Þegar einn er eftir verður hann dauðlegur, kanski maikar þetta ekki allt mikið sence en samt, gaman.
Leikararnir:
Leikararnir eru frábærir, engin hefði getað leikið Kurgan eins og Clancy Brown, hann er fæddur í hlutverkið. Sean Connery er nátturulega frábær að vanda og Christopher Lamber líka mjög góður.
Tónlistinn:
Tónlistinn var gerð af Queen og 4 af lögunum sem voru gerð fyrir hana urðu mjög vinsæl, A Kind of Magic, Princess of the Universe, One Vision og Who Wants to Live Forever, platan A Kind of Magic varð líka mjög vinsæl og var 63 vikur top 100 í bretlandi.
Um:
Myndin er öll mjög vel gerð og skemtileg. Hún er vel leikinn, söguþráðurinn skemtilegur og tónlistin frábær.
Sagan:
Eftir að Highlander varð mjög vinsæl þá voru framhöldin fljótt að koma, í #2 kom í ljós að hálendingarnir eru geimverur, hún var líka mjög léleg, í #3 var ekkert spáð í hvernig #2 var og í #4 kom bróðir Connors, Duncan fram sem var í þáttunum sem komu líka á eftir #2. EN eitt eiga öll framhöldin sameiginlegt, þau eru bísna léleg.