Jæja, ég hafði víst vistað upphaflega svarinu og hér er það:
Ágætt hjá þér mattipatti en…
Steiner er liðþjálfi ef ég man rétt og Stransky er liðsforingi.
Verð að minnast á að Cross of Iron er leikstýrt af hinum mistæka snillingi Sam Peckinpah.
Aðrar myndir eftir Peckinpah sem maður ætti að sjá eru:
The Wild Bunch (**** og ekkert minna! Einn albesti vestrinn)
The Getaway (svona *** en stylish og með Steve McQueen og fleiri góðum)
Straw Dogs (***1/2 svona í minningunni, vangaveltur um ofbeldi almennt)
Pat Garrett and Billy The Kid
Convoy
og örugglega fleiri…
Talandi um góðar stríðsmyndir (eða stríðstengdar/ádeila), þá eru hérna nokkrar af þeim bestu sem ég hef séð:
-Saving Private Ryan
Þarf að segja eitthvað um hana?
-Dr. Strangelove: Or How I Learned to Stop Worry and Love the Bomb
Kubrick, hreint meistaraverk
-Full Metal Jacket
Líka Kubrick, batnar endalaust við áhorfun og laus við einfaldar prédikanir, mikil tilþrif
-The Killing Fields
Ef þið vissuð ekki hvað gerðist í tíð Rauðu Khmerana í Kambódíu þá skuluð þið sjá þessa mynd og klípa ykkur reglulega til að minnast þess að hún sé sannsöguleg
-Bravo Two Zero
Einnig sannsöguleg. Enginn boðskapur, bara vönduð sjónvarpsmynd gerð eftir samnefndri bók. Sýnir áhorfandanum frá sérsveit sem er send bak við víglínuna í Persaflóastríðinu. Gefur algerlega raunsæja mynd af hvernig bestu hermenn í heimi hugsa, lifa og berjast. Allt annað viðhorf til stríðs en maður á að venjast.
Eiginlega Topp 5 listinn minn.