Matrix 2 seinkað!!
Joel Silver framleiðandi Matrix myndanna tilkynnti í dag að mynd tvö sem nefnd hefur verið The Matrix Reloaded hafi verið seinkað talsvert. Myndin sem átti að koma út jólin 2002 og fara í beina samkeppni við The Lord of the Rings: The Two Towers. Núna er stefnan að sýna myndina sumarið 2003. Joel sagði að þetta verkefni væri bara svo viðamikið og stórt að ekki væri hægt annað en að seinka myndinni. Þegar hann var spurðu hvað þetta myndi þýða fyrir þriðju myndina sagði hann að við yrðum bara að bíða og sjá. Nokkrar síður á netinu henda því fram að hún komi út nokkrum mánuðum á eftir The Matrix Reloaded en myndirnar eru teknar upp nokkuð þétt. Skiptir kannski ekki öllu því við fáum að sjá tvær Hringadrottinsmyndir og Episode II: The Attack of the Clones í millitíðinni.