Triviu 3 er lokið og tóku 25 þátt. Byrjum á því að sýna dreifingu svara:
1 QDOGG, kitiboy, follu, clover, kurt, Za1lex, MrCrowley, Laggs, Jorgenmar, rfm, coZmic, peturp, Skordall, sofus, Workz, valahg1, tactical
2 Crimson, kitiboy, clover, kurt, Za1lex, MrCrowley, Laggs, rfm, mundi, peturp, Skordall, sofus, Workz, valahg1, rumputuski, tactical
3 QDOGG, kitiboy, Joi112, follu, killy, clover, kurt, Za1lex, MrCrowley (½), Laggs, shakaluka, coZmic (½), peturp, Skordall, sofus, Workz, valahg1, tactical
4 killy, clover, kurt, Za1lex, MrCrowley, Jorgenmar, Gunnih, rfm, coZmic, sofus, rumputuski, tactical
5 follu, clover, kurt, Za1lex, MrCrowley, Laggs, Jorgenmar, peturp, sofus, tactical
6 Crimson, QDOGG, kitiboy, follu, killy, clover, kurt, Za1lex, MrCrowley, Laggs, rfm, coZmic, peturp, Skordall, sofus, Workz, valahg1, tactical, Jorgenmar
7 Foringinn, clover, kurt, Laggs, sofus, rumputuski, tactical
8 Crimson, kitiboy, Joi112, clover, Laggs, coZmic, mundi, sofus, Workz, rumputuski, tactical
9 QDOGG, kitiboy, killy, clover, Za1lex, MrCrowley, Laggs, Jorgenmar, shakaluka, rfm, peturp, sofus, Workz, valahg1, tactical
10 Crimson, QDOGG, kitiboy, Joi112, follu, killy, clover, kurt, Za1lex, MrCrwoley, Laggs, Jorgenmar, Gunnih, rfm, coZmic, peturp, Skordall, sofus, Workz, valahg1, rumputuski, tactical
Hérna er s.s. lokastaðan fyrir triviu 3:
1. clover, sofus, tactical … 10
2. Laggs … 9
3. Za1lex, kurt … 8
4. MrCrowley … 7 ½
5. WorkZ, peturp, kitiboy … 7
6. valahg1, Jorgenmar, rfm … 6
7. coZmic … 5 ½
8. rumputuski, Skordall, follu, QDOGG, killy … 5
9. Crimson … 4
10. Joi112 … 3
11. Gunnih, mundi, shakaluka … 2
12. Foringinn … 1
Fyrstu 5 sætin í heildarkeppninni skipa því
1. tactical … 27
2. MrCrowley … 24 ½
3. peturp … 22 ½
4. follu … 19
5. sofus … 17 ½
Ath! Bannað er að nota imdb.com.
Ennþá ber nokkuð á því og ég vil biðja þá sem gera það að hætta því.
En hérna koma svo spurningarnar með svörunum:
1. Nefnið einu myndina sem þessi leikstjóri hefur gert með Heather Graham.
Leikstjórinn á myndinni er Paul Thomas Anderson og myndin sem hann gerði með Heather Graham er Boogie Nights.
2. Úr hvaða kvikmynd er þessi tónlistarbútur? (Windows Media Audio (wma))
Þetta er úr Back to the Future.
3. Leikari einn hefur t.d. leikið fangavörð, lögregluþjón og ósýnilegan mann. Hann hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun en lék eitt sinn í mynd eftir Oliver Stone. Hver er maðurinn og myndin?
Þetta er Kevin Bacon; hann lék fangavörð í Sleepers, lögregluþjón í Mystic River og ósýnilegan mann í Hollow Man. Hann lék í JFK eftir Oliver Stone.
4. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
Þetta er úr Dr. Strangelove.
5. Í hvaða mynd frá sjöunda áratugnum er ein þriggja aðalpersónanna slæmur maður sem hefur þá lífsreglu að fylgja alltaf eftir verkum, nánar tiltekið morðverkum, sem hann fær borgað fyrir?
Þarna þurfti að lesa vel í spurninguna; hann er “slæmur” maður sem átti að gefa vísbendingu. Þetta er allaveganna hinn vondi úr The Good, the Bad and the Ugly en það kom fram í myndinni að hann fylgdi alltaf eftir leigumorðum sem hann fengi borgað fyrir.
6. Tengið saman Michael Madsen og Jennifer Lopez (Ef spurningar vakna um þennan lið má senda spurningar með hugaskilaboðum á spalinn).
Eins og alltaf mátti gera þetta á marga vegu. Michael Madsen lék t.d. í Sin City sem Robert Rodriguez leikstýrði. Rodriguez leikstýrði líka From Dusk Till Dawn sem Tarantino lék í. Tarantino leikstýrði Harvey Keitel í Reservoir Dogs og Pulp Fiction en hann lék með Jennifer Lopez í U-Turn.
7. Ónefndur kvikmyndargerðarmaðurgerði eina dýrustu mynd síns tíma sem kolféll. Henni var tekið svo illa í heimalandi hans að hún var stytt um um 30 mínútur áður en hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin setti kvikmyndaverið sem framleiddi hana á hausinn og henni var í raun svo illa tekið að mikið af efninu sem var klippt út fyrir Bandaríkjasýninguna varðveittist ekki og er horfið að eilífu. Hinn hraði lífstíll og risastóru skýjakljúfar í New York voru innblástur kvikmyndargerðarmannsins að þessari gríðarlegu stóru framleiðslu. Frægur ódæðisverkamaður bað hann um að framleiða áróðursmyndbönd fyrir sig en kvikmyndargerðarmaðurinn sem spurt er um hafði vit á að afþakka boðið. Hver er maðurinn?
Þetta er þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Fritz Lang. Myndin sem talað er um er Metropolis. Hitler bað hann um að gera áróðursmyndbönd fyrir sig en ég held að Lang hafi flúið til Bandaríkjanna áður en geðsýkin hófst.
8. Hvaða fræga hasarpersóna skírði sjálfa sig eftir hundinum sínum sem dó?
Þetta er Henry Jones Jr. sem skírði sig Indiana Jones eftir hundinum sínum. Þetta kemur fram í lok þriðju Indana Jones myndarinnar.
9. Leikari einn var eitt stærsta nafnið fyrir nokkrum áratugum. Hann horfði út um afturgluggann, lifði dásamlegu lífi og fór til Washington. Hann vann með leikstjórum eins og Alfred Hitchcock og Frank Capra. Hver er maðurinn?
Aftur þarf að lesa vel í spurninguna. Setningin “Hann horfði út um afturgluggann, lifði dásamlegu lífi og fór til Washington,” á að gefa það til kynna að hér sé verið að tala um hlutverk því annars væri hún ekki rökrétt. Maðurinn er James Stewart en hann lék í Rear Window eftir Hitchcock og It’s a Wonderful Life og Mr. Smith Goes to Washington eftir Frank Capra. Setningin í gæsalöppunum vísar augljóslega til þessara þriggja hlutverka.
10. Í mynd frá 1996 ræður maður í snævi þöktum smábæ tvo glæpamenn til að ræna konunni sinni en ekki fer allt samkvæmt áætlun. Þeir virðast ætla að komast upp með þetta þar til harðfylgin lögreglukona kemur frá öðrum bæ og rannsakar málið. Hver er myndin?
Þetta er snilldarverk Cohen-bræðra Fargo.
Næsta trivia kemur upp á morgun.