Þar sem ég er búinn að vera að skoða trailera núna undanfarið fannst mér tilvalið að senda inn grein um hvaða myndir ég væri til í að fara í bíó á þessu ári, þar að segja ef allar þessar mydnir okma í bíó. Það gæti leynst einhverir spoilerar þarna inná milli.

The Da Vinci Code

Leikstjóri: Ron Howard
Aðalleikara: Tom Hanks. Audrey Tautou, Ian McKellen, Paul Bettany og Jean Reno
Frumsýnd: 19 Mai 2006
Söguþráðurinn: Kvöld eitt í París er Jacques Sauniere er myrtur, hann skilur eftir sig vísbeningar sem Robert Longdon og Sophie Neveu reyna að leysa.

Eins og flestir ættu að vita að þessi mynd er gerð eftir bókinni “The Da Vinci Code” eftir Dan Brown, mér fannst bókin mjög góð og skemmti ég mér mjög mikið meðan ég las hana. Ég er einstaklega ánægður með leikaravalið, jafnvel þótt að ég sá fyrir mér útlit persónernunnar öðruvísi. Ég efast ekki um að Tom Hanks skili sínu hlutverki vel og held mikið uppá Jean Reno. Ég hef miklar væntingar til þessarar myndar.

Trailer: http://www.apple.com/trailers/sony_pictures/da_vinci_code/large.html

Ice Age 2 - The Meltdown

Leikstjóri: Carlos Saldanha
Aðal raddirnar: Ray Romano, John Leguizamo, Denis Leary
Frumsýnd: 31 Mars 2006
Söguþráður: Núna þurfa Manny, Diego og Sid að fara aðvara öll dýrin því að Ísöldin er búin og allur ísinn mun bráðna.

Á Ice Age 1 þá hló ég alveg gífurlega og fannst söguþráðurinn góður einnig vonaðist ég strax eftir því að þeir myndur gera framhald af þessari mynda. Það sem ég býst af þessari mynd er góður hlátur, góður söguþráður.

Teaser: http://www.apple.com/trailers/fox/ice_age_2/largeteaser.html
Trailer: http://www.apple.com/trailers/fox/ice_age_2/large.html

Superman - Returns

Leikstjóri: Bryan Singer
Aðalleikarar: Kevin Spacey, Brandon Routh, Kate Bosworth, James Marsden, Frank Langella, Sam Huntington, Eva Marie Saint, Parker Posey, Kal Penn, Stephan Bender, Marlon Brando
Frumsýnd: í sumar held ég.
Söguþráður: Superman hefur dvalið lengi á plánetunni Krypton, hann kemur aftur til þess bjarga íbúum jarðar og vinna aftur hjarta Lios Lane

Ofurhetjumyndir hafa verið vinsælar núna að undanförnu, ég vænti þess að þessi myndi verði skemmtileg, þó að ég viti ekki mikið um hana, en í hvert skiptið sem ég sé trailerinn þá finn ég alltaf fyrir spennu fyrir þessari mynd, nema kannski í byrjuninni þegar ég heyri lagið, þá finn ég alltaf fyrir klíju.

Teaser/Trailer: http://www.apple.com/trailers/wb/supermanreturns/large.html

Apocalypto:

Leikstjóri: Mel Gibbson
Aðalleikarar: Fann þær upplisyngar ekki.
Frumsýning: Í sumar
Söguþráður: Sögu sviðið gerist fyrir um það bil 600 árum. Maður nokkur fer í ferð til að reyna að bjarga sínum heimi.

Ég veit ekki mikið um þessa mynd, en þegar ég sá trailerinn þá leist mér vel á þessa mynd, mér fannst Braveheart góð og einnig fannst mér The Passion of the Christ góð þannig ég býst við góðri mynd hér.

Trailer/Teaser: http://www.apple.com/trailers/touchstone/apocalypto/large.html

Fun with Dick and Jane

Leikstjóri: Dean Parisot
Aðalleikarar: Jim Carrey og Téa Leoni
Frumsýning: 27.01.06
Söguþráður: Dick Harper vinnur í fyrirtæki, einn daginn þá á hann að fara hitta yfirmenn í fyrirtækinu og hann heldur að hann er að fá eitthvað gott tilboð, en það er allt annað, eigandi fyrirtækisins skellir skuldinni á hann að fyrirtækið sé að fara á hausinn, og hann verður gjaldþrota. Dick og konan hans Jane ákveða að reyna að stela peningum frá stjóranum.

Ég er mjög ánægður yfir því að Jim Carrey sé kominn aftur í grínhlutverkið, og eina ástæðan af hverju ég ætla að fara að sjá þessa mynd er akkurat út af honum. Get sagt með vissu að Jim Carrey er minn uppáhalds grínleikari.

Trailer: http://www.apple.com/trailers/sony_pictures/funwithdickandjane/medium.html

Open Season

Leikstjóri: Roger Allers, Jill Culton og Anthony Stacchi
Aðalraddir: Martin Lawrence og Ashton Kutcher
Frumsýning: 26.09.06
Söguþráður: Geit platar björn sem er gæludýr hjá einhverri fjölskyldu að fara út og skoða heiminn.

Hef mjög gaman að svona animation myndum, þessi virtist lofa góður ef marka má trailerinn sem ég sá.

Trailer: http://www.apple.com/trailers/sony_pictures/open_season/trailer/medium.html

Af þessum myndum hlakka ég mest til að sjá The Da Vinci Code og Ice Age 2, það eru eflaust fleirri myndir sem ég á eftir að rekast á sem ég vil sjá en ætla að hafa þetta nó núna í bili. Hafið skemmtilegt bíó ár.

Takk fyrir
-Kavia
Text text.