Fyrstu triviu ársins 2006 er lokið. Hér er listi yfir þá notendur sem gátu hverja spurningu fyrir sig:

1 Foringinn, MrCrowley, follu, tactical, Liverpool, peturp, Massi, toejam
2 MrCrowley,follu, tactical, Liverpool, peturp, toejam
3 Foringinn, MrCrowley, follu, sam92, tactical, Liverool, peturp, Massi, toejam
4 MrCrowley, tactical, peturp, toejam
5 MrCrowley, follu, tactical, Liverpool, peturp, toejam
6 killy, MrCrowley, follu, tactical, Liverppol, peturp, toejam
7 MrCrowley, tactical, toejam
8 MrCrowley, toejam
9 killy, MrCrowley, follu, sam92, tactical, Liverpool, peturp, toejam
10 killy, MrCrowey, follu, tactical, peturp, Massi, toejam

Því er staðan eftir fyrstu umferð

1. toejam, MrCrowley …………………………10 stig
2. tactical ………………………………………….. 9 stig
3. peturp …………………………………………… 8 stig
4. follu ………………………………………………. 7 stig
5. Liverpool ……………………………………….. 6 stig
6. killy, Massi ……………………………………… 3 stig
7. sam92, Foringinn……………………………… 2 stig

Ég er í augnablikinu að reyna að redda vinningi fyrir þessa keppni þ.a. endilega fleiri að taka þátt, áætlanir standa til að hafa þetta út árið svo að það er ekki of seint að byrja núna. Ég vil skerpa á nokkrum atriðum fyrir næstu triviur:

1. Þegar spurt er hvað leikarar eigi sameiginlegt er átt við eitthvað sem tengist myndum sem þeir hafa leikið í. Óskarsverðlaun o.þ.h. eru ekki gild svör.

2. Eftir að notendur hafa sent inn lausnina mega þeir ekki bæta við hana. Ekki senda inn lausn fyrr en þið eruð viss um að þið getið ekki meira.

3. Að sjálfsögðu get ég ekki fylgst með því að fólk noti ekki imdb.com, google.com eða þess háttar en þessi keppni er fyrst og fremst til gamans og því asnalegt hjá notendum að svindla. Við verðum að treysta á heiður notenda. Ekki nota netið til að hjálpa ykkur að leysa triviuna.

En að lokum látum við svörin koma.

1. Í atriðinu í The Shawshank Redemption þar sem fangelsisstjórinn áttar sig á því að Andy Dufresne hefur sloppið er ljósmynd úr fókus af vísindamanni uppi á vegg fyrir aftan fangelsisstjórann. Þessari mynd var vísvitandi komið fyrir af Frank Darabont til að hæðast að fangelsisstjóranum og hans mönnum. Af hverjum er myndin?

Þetta er fræga myndin af Einstein þar sem hann er ullandi. Lítill brandari sem Frank Darabont setti inn í myndina.

2. Tengið saman í gegnum samstarfsmenn að kvikmyndum leikarana Damon Wayans og Greg Kinnear [útskýringar á korki um triviuna].

Það voru nú margar leiðir til að gera þetta. Það sem ég hafði hugsað mér var að Bruce Willis og Damon Wayans léku saman í The Last Boyscout. Bruce Willis lék með William Sadler í Die Hard II en William Sadler lék í Green Mile ásamt Tom Hanks. Tom Hanks lék ásamt Helen Hunt í Cast Away en hún lék ásamt Greg Kinnear í As Good as it Gets. Hins vegar var þetta mun einfaldara en ég hélt því þeir léku báðir í Blankman frá 1994.

3. Í hvaða mynd deila tveir karakterar um hvort fótanudd sé kynferðisleg athöfn?

Þetta er úr Pulp Fiction þegar að Vincent og Jules ræða saman um Miu og Marsellus Wallace.

4. Hvað eiga Burt Lancaster, Sean Connery og Clint Eastwood sameiginlegt?

Hér hafði ég hugsað spurninguna þannig að þeir hafi allir leikið í mynd sem tengist fangelsinu Alcatraz. Burt Lancaster lék í Birdman of Alcatraz, Clint Eastwood í Escape From Alcatraz og Sean Connery í The Rock, sem er annað nafn yfir Alcatraz.

5. Endurgerðir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood. Eftir að hafa gert mynd um rokkheiminn endurgerði bandarískur leikjstóri evrópska mynd þar sem aðalleikonan úr upprunalegu gerðinni lék einnig í endurgerðinni. Hver er leikkonan?

Leikstjórinn er Cameron Crowe en eftir að hafa gert Almoust Famous, sem var hans tribute til rokkheimsins, gerði hann Vanilla Sky sem er endurgerð á spænskri mynd frá 1997 sem heitir Abre los ojos eða Open Your Eyes. Penélope Cruz leikur í báðum myndunum.

6. Tvær myndir með um 40 ára millibili byrja á sama orðinu, sem reynist vera töluorð. Önnur fjallar um kviðdóm þar sem einn maður er á annarri skoðun en allir hinir en hin er vísindaskáldskapur sem fjallar um eftirlifendur hamfara á jörðinni. Hverjir leika aðalhlutverkin í þessum tveimur myndum?

Þetta eru myndirnar 12 Angry Men frá 1957 og 12 Monkeys frá 1995. Aðalhlutverkin í þeim leika Henry Fonda og Bruce Willis.

7. Í hvaða ítölsk-amerísku framleiðslu frá sjöunda áratugnum heitir ein aðalpersónan eftir hljóðfæri?

Þetta er úr mynd Sergios Leone, Once Upon a Time in the West. Persónan er Harmonica.

8. Í hvaða mynd frá sjöunda áratugnum, sem nýlega var endurgerð, er ein aðalpersónan oft hvött til að leggja kapal sem hefur ávallt afdrifaríkar afleiðingar?

Þetta er úr myndinni The Manchurian Candidate frá 1962 en hún var endurgerð árið 2004.

9. Hvaða leikarar eru einu tveir leikararnir sem hafa fengið Óskarsverðlaun fyrir túlkun á sömu persónunni?

Þetta eru Marlon Brando sem fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og Robert DeNiro sem fékk Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki. Báðir léku Vito Corleone, sá fyrrnefndi í Godfather en sá síðarnefndi í Godfather II.

10. Í mynd frá síðasta áratug sækir raðmorðingi innblástur sinn í Divina Commedia eftir Dante Alighieri. Hver leikur þennan raðmorðingja?

Þetta er úr myndinni Se7en frá 1995 og Kevin Spacey leikur morðingjann.

Næsta trivia er komin upp.