Ég skellti mér í bíó í gær á Jurassic Park III(með þökkum til SAM-Bíóanna)og fannst hún bara frábær poppkorn skemmtun! Jurassic Park III er framhaldið af The Lost World:Jurassic Park en hún var frekar misheppnuð og enn og aftur stenst framhaldsmynda kenningin; JP I = Brilliant, TLO:JP = frekar slöpp, JP III = frábær skemmtun.
Söguþráðurinn er svohljóðandi:
Dr.Alan Grant er ákafur í að komast að hvort hans nýja kenning um gáfur snareðlu (Raptor, Velociraptor) standis og nokkru áður hafði milljónamæringur reynt að fá hann til þess að fara með sér, konunni sinni og 3 öðrum til “Site B”(The Lost World) í skoðunarferð en milljónamæringurinn er mikill ævintýra maður. Dr.Grant tekur tilboðinu þegar Mr.Kirby tekur upp ávísunarheftið og segir honum að nefna upphæð.
Þegar flugvél þeirra brotlendur þurfa þau 5 að standa fyrir hættum sem á eyjunni býr sem er þar á meðal eðlur sem InGen hefði ekki greint frá og Dr.Grant þarf að viðurkenna að kenningin hans stenst.
Einnig kemst hann að því að Kirby hjónin eru ekki í skoðunarferð yfir eyjuna, heldur í björgunarferð til þess að finna dreng þeirra sem hafði brotlend á eyjunni 8 vikum á undan.
Þegar ég gekk inní Sam-Bíóin í gær var ég sæmilega spenntur, ekkert super því ég hafði orðið fyrir mega vonbrigðum þegar ég fór á The Lost World en ég ákvað að gleyma henni því að JP III auglýsingin leit mjög vel út!
Jurassic Park III er stútfull af spennu og gríni!
En eftir fyrstu 20.mín hafði ég skipt um skoðun, því að það má segja að myndin byrji rólega til þess að kynna persónunar en eftir það var mjög mikið action!
Enn einusinni heillar Stan Winston mann með rosalega flottri förðun og tækni, snareðlurnar eru ROSAlega flottar! Einnig var mjög flottur T-Rex og Spinosaur bardaginn en var frekar óánægður með útkomuna! Einnig má ég til að nefna að tæknibrellurnar eru einnig flottar, ILM í pottþéttu skapi!
Jurassic Park III = * * * af * * * * stjörnum
Pottþétt poppkorn skemmtun
Leikstjóri: Joe Johnston
Leikarar: Sam Neill, William H. Macy, Téa Leoni, Alessandro Nivola, Trevor Morgan, Michael Jeter
IndyJones
- www.simnet.is/stevenspielberg