Fyrir þó nokkru síðan sá ég myndina 3000 miles to Graceland. —Myndin fjallar í stuttu máli um 5 manns sem fara til Las Vegas á Elvis Ráðstefnu/söngvakeppni í stóru spilavíti. Þeir samt komu ekki til að taka þátt í söngvakeppni heldur til að ræna spilavíti. Eftir ránið verða þeir allir gráðugir á fenginn eins og vanalega og byrja allir að svíkja hvorn annan sem endar ekki fallega—. 3000 miles to graceland skartar engum smá nöfnum: Kevin Costner, Courtney Cox og Kurt Russel fara með aðalhlutverk eftir þeim koma Christian Slater, David Arquette, Kevin Pollak og í minni hlutverkum Jon Lovitz og Ice-T. Myndin er ekki lengi að komast af stað en það kemur eitthvað af dauðum köflum en samt sem áður alveg áhorfanlegt. Kevin Kostner er karakter sem ég hef aldrei séð hann leika áður og tekst honum nokkuð vel að leika vonda kallinn. Kurt Russel er sami karkater eins og vanaleg þó hann sé ekki alveg eins harður og í “Escape from New York”, Courtney Cox, eiginmaðurinn hennar David Arquette og restin af liðinu standa sig eins og vænta má. 3000 miles to Graceland er sæmileg hasarmynd með þunnum söguþræði en aftur á móti með frægum leikurum sem gerir hana að mynd sem hægt er að kíkja á við tækifæri.
Kurt Russell …. Michael Zane
Kevin Costner …. Thomas J. Murphy
Courteney Cox …. Cybil Waingrow
Christian Slater …. Hanson
Kevin Pollak …. Federal Marshal Damitry
David Arquette …. Gus
Jon Lovitz …. Jay Peterson
Howie Long …. Jack
Thomas Haden Church …. Federal Marshal Quigley
Bokeem Woodbine …. Franklin
Ice-T …. Hamilton