Terminator Það grunaði ekki marga þegar James Cameron hóf að gera Terminator með vini sínum Arnold Schwarzenegger að um slíka hasarmynd væri að ræða. Hún kom á óvart og er í dag margra uppáhaldsmynd. Hér ætla ég að fjalla um þessa mynd en hún er ein mín besta alveg frá því ég var lítill gutti.

Flestir þekkja Arnold vöðvafjallið með skrýtnu röddina og flestir kynnast honum einmitt með horfi á the Terminator. Það er mín besta mynd með honum ásamt True Lies sem er einnig eftir Cameron en þó meira grín! En um Terminator:

Framtíðin er ekki björt þar sem vélar stjórna heiminum og menn eru drepnir. Mennirnir bjuggu þessar vélar til en misstu svo stjórn á þeim eftir smá stund og þá var allt í einu ekki maður að berjast við mann heldur maður við vél.

Sara Connor veit þó ekkert af þessu enda gerist myndin ekki í framtíðinni heldur í fortíðinni árið 1984. Allt í einu birtist hættulegur maður í eldingu sem ekkert getur stoppað (Arnold) og annar maður en þeir fara brátt að berjast. Þarna er kominn The Terminator sem virðist óstöðvandi og hefur bara eitt að gera að drepa Sara CONNOR! Nú hefst spennandi bardagi upp á hver deyr en þá er að vita hvernig framtíðin verður véla eða manna!

Þessi mynd er mjög góð. Þetta er fyrsta myndin sem Cameron gerði en samt ein besta. Mjög flottar brellur til dæmis eldingar og alls kyns vélar. Það er gaman að sjá hvernig myndin er byggð svo Arnold er gerður stressandi með sólgleraugum og byssum.



Ekki lesa lengur ef þú vil ekki vita um söguþráðinn:






Myndin fjallar um tímaferð en eins og ég sagði eru tveir sendir úr framtíð. Það sem gerist svo er að annar þeirra verður kærasti Sara Connor en hún er mamma foringja mannanna í stríðinu þessi maður verður því pabbi hans en þau sofa saman í mjög flottu atriði. Þess vegna þarf The Terminator að drepa Sara svo menn hafi engan foringja í stríðinu. Þetta er flott saga með miklum hasar og flott er svo þegar kemur í ljós að Arnold er einn af vélunum þegar smám saman húðin fer af honum og birtis vélin undir. Þetta er mjög flott vél en hún likist mikið hauskúpu.


Það er kannski erfitt að skilja þessa mynd fyrir suma við fyrsta áhorf en kíkið þá bara aftur. Einfaldlega ein sú besta!!!