
Myndin fjallar um tölvuhakkara(Jackman) sem er tölvuhakkari sem hefur dúsað í fangelsi hálfa sína ævi og vill losna úr ruglinu til að geta eytt tíma með dóttur sinni( je je hljómar corny ég veit). Hann er í forræðisdeilu við fyrrverandi og þarfnast peninga. Þá fær hann tilboð frá dularfullum glæpamanni að nafni Gabriel( Travolta) sem vill fá afnot af tölvuhæfileikum hans til að stela bunch af peningum. Eftir vægast sagt skemmtilegt inntökupróf er hann kominn í slagtog með Gabriel og beljunni hans( Berry). Að sjálfsögðu fer allt úr böndunum og hann dregst inn í hryðjuverk og glæpi sem hann kvittaði ekki fyrir.
Myndin er mjög hröð og hjálpar danstónlistin til á þeim bænum og stillir keyrsluna. Öll hasaratriðin eru mjög flott og byrjunaratriðið er með þeim flottustu sem ég hef séð í langan tíma( þar kemur smá matrix keimur). Ég er enn að spá í því hvernig þetta atriði var gert.
Mæli með þessari( ath aðeins sem afþreyingu og ekkert annað)
*** af ****
p.s. endilega reynið að fara á powersýningu
-cactuz