Að þessu sinni ætla ég að skrifa um hina frábæru mynd The Fugitive frá árinu 1993 sem varð ein vinsælasta mynd þess árs en hún skartar af Harrison Ford og Tommy Lee Jones en hinn mistæki leikstjóri Andrew Davis leikstýrði henni.
The Fugitive er í stuttu máli um skurðlæknirinn Dr. Richard Kimble sem kemur heim til síðra kvölds úr teiti og grípur þjóf sem hafði myrt konu hans og berst við hann en þjófurinn sleppur, Kimble segir að einhentur maður hafi framið morðið en ekki er tekið mark á honum.
Kimble er ásakaður um morðið og var sakfelldur og hlut dauðadóm. Þegar hann er sendur í rútu til dauðadeildar grípur hann tækifærð að flýja í misheppnaðri flóttatilraun fanga í rútunni í þeirri von um að sanna sakleysi sitt.
U.S. Marshals -maðurinn Sam Gerard er síðan sendur til þess að finna Kimble og geftst ekki upp fyrr en í fulla hnefa og gerir hvað sem er til þess að koma honum bak við lás og slá.
Ég sá fyrst The Fugitive árið 1996 og hún var fljótt ein uppáhalds kvikmyndin mín! Ég heillaðist sérstaklega af leik Harrison´s Ford og karekternum hans Tommy Lee Jones, Sam Gerard en þetta er án efa ein besta mynd hans Jones og ein af þeim bestu hjá Ford-inum.
Hún var tilnefnd til 7 Óskara árið 1994 og fékk einn:
Besta mynd
*Besti leikari í aukahlutverki
Besta myndataka
Besta hljóð
Besta hljóðvinnsla
Besta klipping
Besta músík
Einnig má þess geta að það varð gert sjálfsstætt framhald af henni árið 1998 sem bar nafnið, U.S. Marshals en Jones leikur aftur Gerard en hann Wesley Snipes leikur “Kimble” í henni.
The Fugitive * * * 1/2 af * * * * stjörnum
IndyJones
- www.simnet.is/stevenspielberg