Just visiting er eins og ég kýs að kalla það sjálfstætt frammhald af Le visitors. —Myndin fjallar um Count Thibault (Jean Reno) og þjóninn hans André le Pate (Christian Clavier) sem lenda í vandræðum á sínum sem er árið 1000 sem leiðir til þess að hræðilegur atburður á sér stað. Þeir bakkabræður fá galdramann til þess að senda sig aftur í tímann til þess að koma í veg fyrir að atvikið eigi sér stað en í stað þess að senda þá aftur í tímann sendir galdramaðurinn þá fram í tímann árið 2000 og þar lenda þeir í ýmsum ævintýrum—. Just visiting er alls ekki ólík les visitors þó Jean Reno og Christian Clavier séu einu leikararnir úr fyrri myndini en myndin snýst í kringum þá þannig að það breytir ekki miklu, einnig má þess geta að þetta er að myndin er endurgerð Ameríska útgáfan af ævintýrinu líkt og Jungle 2 jungle var endurgerð eftir franskri mynd sem fjallaði um svipaðann hlut. Myndin er ágætlega fyndin á pörtum þó svo mér finnist Les visitors skemmtilegri en samt sem áður alveg ágætis gamanmynd. Just visiting er fín gaman/ævintýramynd en ef þið sáuð Les visitors þá er ekkert sniðugt að vera borga sig inn á hana í bíó því maður er nokkurn vegin að sjá það sama bara á ensku, en fyrir þá sem hafa ekki séð Les visitors þá er alveg vert að kíkja á þessa við tækifæri.
Jean Reno …. Count Thibault
Christian Clavier …. André le Pate
Christina Applegate …. Julia Malfete/Princess Rosalind
Matt Ross (I) …. Hunter
Tara Reid …. Angelique
Bridgette Wilson …. Amber
John Aylward …. Byron