Hér er á ferðini skrambi góð endurgerð á Apaplánetuni eða eins og framleiður vilja kalla sjálfstætt frammhald (allt önnur mynd á ferðinni).—Planet of the Apes fjallar um Leo Davidson (Mark Wahlberg) sem fer í einhverskonar straumþoku í geimskipinu sínu sem þeytir honum langt út fyrir sólkerfið okkar. Leo finnur sjálfan sig brotlentann á furðulegri plánetu stjórnuð af öpum. Mennirnir á þessari plánetu eru annars vegar þrælar eða hins vegar flóttamenn á plánetunni og Leo á erfitt með að trúa því hvað skuli vera að gerast. Leo á endanum fær nóg og ætlar að halda heim á einn veg eða annan en það er hægara sagt en gert (ég vill alls ekki fara mikið meir í söguþráðinn því það er mikið skemmtilegra að láta koma sér á óvart)—. Planet of the Apes er leikstýrð af Tim Burton (Sleepy Hollow, Batman, Beetlejuice) en einsog flestir vita þá hefur hann mikð yndi á að leikstýra ævintýramyndum. Með aðalhlutverk fara Tim Roth sem hinn ílli General Thade og fer hann með frábærann leik, Michael Clarke Duncan sem vinstir hönd Thade, Helena Bonham Carter sem hin vinveitti api Ari og Estella Warren sem mannkonan Daena. Farðinn á öpunum er “out of this world” eins og ég kýs að kalla það og einnig voru tæknibrellurnar svakalega vel gerðar. Myndin er mjög vel gerð þó maður geti komið auga á nokkra hluti sem ekki stemma en þetta er eftir allt saman ævintýramynd, allir leikararnir standa sig eins og vænnta má en samt sem áður finnst mér Tim Roth fara með besta leikinn í myndinni. Söguþráðurinn er ekki ólíkur fyrri myndinni en plottið er allt annað. Planet of the Apes er mjög vel heppnuð ævintýra mynd og mæli ég með að allir sjái hana í bíó því hún er án efa ein stærsta mynd sumarsins. Eitt enn að lokum að ég verð að segja að það var rétt það sem þeir sögðu varðandi að endirinn sé “Mind blowing”.
Mark Wahlberg …. Leo Davidson
Tim Roth …. General Thade
Helena Bonham Carter …. Ari
Michael Clarke Duncan …. Attar
Kris Kristofferson …. Karubi
Estella Warren …. Daena
Paul Giamatti …. Limbo