Óskarinn er árleg hefð og hefur verið það í 72 ár, ég ætla aðeins, í nokkrum greinum, að skrifa um myndirnar sem hafa unnið óskarinn.
Byrja á aðeins hve margar myndir voru tilnefndar eftir árum.
1929 - 2
1930 - 3
1931 - 5
1932 - 8
1934 - 10
1935-36 - 12
1937-44 - 10
1945-?? - 5
Ég ætla að byrja árið 1940
Árið 1940 voru margar góðar kvikmyndir tilnefndar þ.á.m. Gone with the Wind, Mr. Smith Goes to Washington og Wizard of Oz, The. Gone with the Wind fékk þau og var það alveg sanngjarnt.
Árið 1941 voru ekki eins þekktar myndir og árið áður en samt ein sem er án efa ein umdeildasta kvikmyndin sem Charlie Chaplin gerði, The Great Dictator. Í henni hæðist hann af jólasveininum Adolf Hitler. Eitthvað fór þessi mynd í brjóstið á mörgum og var mikið fjaðrafok út af henni. En hún fékk ekki verðlaunin, það var kvikmynd eftir meistarann Alfred Hitchcock, Rebecca sem er líka mjög góð, hún fjallar um konu sem giftist ríkum manni sem hafði misst konuna sína fyrir um ári í bátsslysi en fljótt fer ráðskonan, Mrs. Denver að reyna að gera konuna brjálaða.
Árið 1942 var ein besta kvikmynd allra tíma tilnefnd Citizen Kane eftir Orson Welles, hún fékk samt ekki verðlaunin heldur var það kvikmyndin How Green Was My Valley (1941), ég hef ekki séð hana svo ég get ekkert sagt um hana.
Árið 1943 var kvikmyndin Pride of the Yankees, The tilnefnd, hún fjallar um hafnaboltaspilarann Lou Gehrig sem fékk eitthverskonar sjúkdóm sem var kallaður Lou Gehrig sjúkdómurinn, hún er mjög góð en kvikmyndin Mrs. Miniver fékk verðlaunin, ég hef ekki séð hana heldur.
Árið 1944 var ástarsagan klassíska Casablanca tilnefnd og hún fékk þau líka, ég er nokkuð viss um að enda atriðið í þessari mynd sé eitt mest spoofaða atriði allra tíma en við skulum ekki fara nánar út í það, Louis, I think this is the beginning of a beautiful friendship.
Árið 1945 var það Going My Way sem vann og 1946 Lost Weekend, The ég hef ekki séð þessar myndir og hef ekkert um þær að segja
Árið 1947 var jólamyndin It's a Wonderfull Live tilnefnd en fékk ekki, kvikmynd sem hét Best Years of Our Lives, The fékk þau.
Árið 1948 var það Gentleman's Agreement sem fjallar um mann Phil Green(Gregory Peck) sem er blaðamaður og ætlar að skrifa grein um gyðingafordóma, til þess þykist hann vera gyðingur og lendir í ýmsu, meðal annars neitað um vinnu, mjög góð mynd.
Árið 1949 var það Hamlet og við vitum öllu um hvað hún fjallar.
Árið 1950 var All the King's Men sem vann
Árið 1951 voru myndirnar Born Yesterday sem var endurgerð árið 1993 og Father of the Bride sem var endurgerð árið 1991 tilnefndar en myndin All About Eve vann, hún er mjög góð.
Árið 1952 var A Streetcar Named Desire tilnefnd sem var í gerð að leikriti í einum The Simpsons þætti en American in Paris, An fékk verðlaunin.
Árið 1953 voru myndirnar High Noon og Moulin Rouge tilnefndar, Moulin Rouge var endurgerð fyrir stuttu og kemur myndin í bíó hér á næstunni. En kvikmyndin Greatest Show on Earth, The vann.
Árið 1954 vann From Here to Eternity og On the Waterfront með Marlon Brando árið 1955, The Bridge on the River Kwai vann svo árið 1958, hún var mjóg góð en ekki eins góð og kvikmynd sem var tilnefnd, 12 Angry Men sem er reyndar ekki eins góð og endurgerðin. Svo vann Gigi árið 1959.