Tvíeykið sem ég man best eftir og tel vera eitt af þeim allrabestu, þeir eru án efa besta tvíeyki sögunnar, Oscar og Felix. Þeir sem vita ekki hverjir það eru, eiga skilið að vita það. Þetta eru snyrtipinninn og rustinn úr The Odd Couple. Um daginn sá ég Odd Couple 2, það hefði betur mátt sleppa þeirri mynd. Húmorinn var svo ömurlegur, t.d (núna ætla ég að spoila) þegar þeir voru í bílnum með kallinum sem keyrði hægt, þá komu allskonar hjólreiðakappar, hlaupamenn og fl. framhjá þeim. Allt í lagi að sýna svona viðmiðun hvað þeir fara hægt, en að koma með allt sem þeim datt í hug, hvað eru líkurnar á því að þetta allt fari framhjá, auk þess, þá voru þeir í miðri eyðimörk ! En sleppum þessu.
Oscar og Felix, þeir voru svo fyndnir, megi þeir hvíla í friði. Í Odd Couple 2, ég hefði ekki horft á hana ef þeir hefðu ekki verið í henni. Þeir voru þeir einu sem voru fyndnir í myndinni. Öll þessi vandamál hans Felix's, þau voru frábær.. og hvernig Oscar brást við þeim. En þeir eru ekkert bara Oscar og Felix. Þeir voru líka í Grumpier old Man og mörgum fleiri myndum. Þeir voru samt bestir sem Oscar & Felix.
Martin og Roger eru gaurarnir úr Lethal Weapon seríunni. Sprellikallinn Mel Gibson lék hinn ‘brjálaða’ Martin, og Danny Glover þann varúðarsama Roger. Saman mynduðu þeir skemmtilegt teymi. Lethal Weapon myndirnar urðu alltaf smám saman leiðinlegri. En það var samt alltaf gaman að sjá þessa tvo í myndunum, sérstaklega byrjunina í LW4.
Ég man ekki alveg eftir fleiri eftiminnilegum tvíeykjum í augnablikinu, en það væri gaman að koma með einhverja sem þið vitið um.
kveðja,
sigzi