
Þessar upplýsingar birtust fyrst fyrir nokkrum vikum en þá var ekkert official en í gær var official tilkynning að Goonies 2 yrði að veruleika! Richard Donner mun leikstýra henni og auðvitað mun Steven Spielberg framleiða hana eins og fyrri en allir krakkarnir (þá)úr fyrstu; Sean Astin, Jonathan Ke Quan, Josh Brolin, Jeff Cohen og Corey Feldman muna öll snúa aftur í framhaldinu sem fullorðið fólk og eiga flest öll krakka sem eru alveg eins og þau þegar þau voru lítil en öll saman eiga þau að lenda í heljarinnar ævintýri allt tengt “One-Eyed” Willy úr fyrstu myndinni en ekki er vitað hvort Fratelli fjölskyldan muni snúa aftur!
Ekki er ákveðið hver á að skrifa hana en það er frekar líklegt að Chris Columbus muni skrifa hana eins og fyrri.
Einnig kom inná netið í gær mynd af öllum leikurunum(The Goonies) úr þeirri fyrri en það er hægt að berja hana augum hér[http://kasmir.hugi.is/IndyJones] og veljið The Goonies!
Persónulega er ég strax orðin rosalega spenntur og ínná Steven Spielberg Aðdáendasíðunni [www.simnet.is/stevenspielberg] mun ég opna aðdáendasíðu um The Goonies 1 og allar nýjustu upplýsingarnar um 2 [www.simnet.is/stevenspielberg/thegoonies.htm] en því miður get ég ekki opnað hana strax því að ég fékk vírus í tölvuna fyrir nokkrum dögum og síðan hefur ekki verið uppfærð síðan!
The Gonnies (1985) * * * 1/2 af * * * * stjörnum
Lifið heil,
Indy“The Gonnie”Jones
www.simnet.is/stevenspielberg