Batman
Margir kannast við þessa mynd enda er hún klassík. Þetta var fyrsta stóra mynd Tim Burton en áður hafði hann gert fyndanr myndir Beetlejuice um draug og Pee Wee um mann sem er barnalegur og h´jolinu hans er stolið. MArgir þekkja Batman sem teiknimyndahetju en þar er hann mjög öðruvísi. Hann er til dæmis blár og grár en ekki svartur eins og í Tim Burton. Michael Keaton leikur Batman og sumir segja að hann hafi ekki verið góður en mér þykir einn þeirra bestu, minnir á Tom minn besta leikara. Jack Nicholson leikur The Joker mjög vel en eins og þið vitið þá er hann klikkaður trúður til dæmis er mjög fyndið þegar hann segir ekki kýla mann með gleraugu og Batman kýlir hann.
Ok eins og venjulega þá er myndin myrk enda er Tim burton hrifinn af því. (Ekki margir vita það en einu sinni vann Tim hjá Disney og var rekinn fyrir að gera ekki sæta hluti) Gotham borg er mun andstyggðari hér en í alvöru borg og hikar Tim ekki við að reyna að hræða. Mjög gott þegar forledrar Batman eru skotnir og það er í slow-motion (allt gerist hægt) og morðinginn segir See you around kid. Mjög flott.
Söguþráðurinn er mjög góður og byrjar á því þegar Batman slæst vfið bófa og drepur einn og segir svoi hinum að segja frá hver hann sé. Seinna fylgjumst við með bófa sem kallast Jack en Tim er hrifinn af nafninu Jack (einnig heitir leikarinn Jack – fyndin tilviljun) ÞAð er enginn Robin í þessari mynd sem er gott þ´vi sumir hafa kallað Robin hommalegan og auk þess er Batman svona meira eins og lone ranger character.
SPOILER:
Við sjáaum þennan bófa verða að Jóker og hann verður þá mun hættulegri og Batman þarf að berjast við hann þar til annar mund deyja. Einnig kemst Batman að leyndarmáli (kíkið á myndina).
Á heildina litið er þetta mín besta mynd TIms. Spennandi mjög flott og eins og flestar myndir líka fyndin. Að lokum:
Það er ein ný Batman mynd sem heitir Batman Begins en hún er ekki mjög góð. Segði endilega hvað ykkur finnst um hana líka!