Ég ætla skrifa eina grein um þessa tiltekna mynd. Reyndar er þessi mynd það slöpp að hún á ekki skilið að fá tvær greinar um sig. Ekki einu sinni eina. En engu að síður ætla ég að láta vaða á það, enda ætla ég ekki að fjalla um mynda sjálfa, heldur það sem gekk á, á meðan myndin var í framleiðslu. Þið getið lesið hina greina fyrir neðan ef ykkur langar að vita meira um myndina.

Vísspendingarnar um fallið

Ég sá þessa mynd núna fyrir stuttu. Ég var reyndar ekki alveg svo vitlaus að fara á hana í bíó, enda vissi ég að um væri að ræða líklega stærsta fall einnar bíómyndar í kvikmyndarsögunni. Svo ég kaus aðferðina sem flestir listamenn hata. Ég náði í myndina á netinu og þegar ég fór að lesa um myndina eftir að ég sá hana, þá held ég að það sé lítið sem menn geta gert í því að ég náði í myndina á netinu. Því þessi mynd hefur heldur betur lent í miklu.

Þessi mynd er ein af þeim myndum sem hefur afrekað það að gera kvikmyndafyrirtæki gjaldþrota. En myndin kom rúmum tveimur árum of seint í bíó. Reyndar hefðu menn bara átt að skella henni ofan í skúffu og vonast eftir því að enginn mundi sjá hana. En það var ekki hægt. Myndin var of dýr til að gera það. Og hún endaði í 80.000.000$ dollara í framleiðslu. Og þénaði 5.000.000$. 75.000.000$ tap á myndinni. En hvað skýrir þetta rosalega tap. Myndin er eftir einni af betri sögum Ray Bradbury. En reyndar hefur saga aðeins breyst í myndinni. Því í sögunni var framtíðin búinn að breytast þegar hetjurnar okkar komu aftur til framtíða. En myndinni skeður það í “öldum”. Það lítur reyndar ekkert svo illa út, og myndin er áhugaverð þrátt fyrir mjög marga galla.

Mynd um náttúruna verður fyrir barðinu á náttúrunni.

Þessi mynd var tekinn upp í Prag árið 2002, og átti hún að koma út í bíó seinni hluta ársins 2003. Þegar vel var komið á framleiðslu myndarinnar og allt gekk að áætlun, gengu yfir einhverja mestu vatnahamfarir í mið-evrópu. Flóð skullu á um suðurhluta Þýskaland, Tekklands og Austurríki, ásamt fleirum ríkjum. Sú borg sem varð hvað harðast fyrir barðinu á þeim náttúruhamförum var Prag. Öll sviðsmyndin sem framleiðendurnir notuðu skolaðist í burtu. Kostnaðurinn varð svo mikill við þetta að framleiðslufyrirtækið sem fjármagnaði myndin varð gjaldþrota og framleiðslan á myndarinn var stoppuð. Enda voru ekki til neinir peningar til að fjármagna myndina. Eftir vill var náttúran að segja eitthvað um þessa mynd, hún átti bara ekki að fá aðkoma út.
Næstu tvö árin fóru í að reyna finna fjármagn til að klára myndina, en enginn vildi láta pening í verkið, enda orðið mjög dýrt. Leikstjóri myndarinnar Renny Harlin stakk af til að leikstýra Mindhunters. Pierce Brosnan sem hafði gefið loforð um að vera með í myndinni, harðneitaði því svo. Svo það var ekki mikið eftir en að hætta með verkefnið.

Verkefninu “reddað”

Á endanum tók Warner Bros að sér myndina, enda of mikill peningur farinn í hana til að leyfa henni að hverfa ókláraðri. Menn urðu að fá eitthvað til baka fyrir þetta. Farið var með myndina í stúdíó og henni púslað saman fyrir lítinn sem engan pening og svo var henni skellt í kvikmyndahús. Gæði myndarinnar eru eftir því. Myndin minnir meira sjónvarpsmynd frá 1990 en bíómynd sem var sýnd í bíói og af þeim sökum fékk hún engan pening í kynningarstarf og því voru fáir sem vissu af myndinni þegar hún kom, og fór úr kvikmyndahúsum.
Helgi Pálsson