Dave Foley
Fæddur 4. janúar 1963 í Kanada.
Fáir þekkja nafnið Dave Foley. Kannski út af því að hann er ekkert rosalega frægur eða kanski hefa þau bara gleymti því. En það skiptir ekki máli, hann hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds leikurum, ég veit ekki afhverju, hann er ekkert rosalega hæfileikaríkur en samt skemtilegur. Hér ætla ég að tala um kvikmyndir sem hann hefur leikið í.
——————————-
It's Pat (1994)
Leikstjóri: Adam Bernstein
Handrit: Jim Emerson
Aðalhlutverk:
Julia Sweeney …. Pat Riley
Dave Foley …. Chris
Charles Rocket …. Kyle
Kathy Griffin …. Kathy
Fyrsta myndin sem ég sá með honum, af eitthverjum ástæðum er þessi mynd talin vera ein af lélegustu kvikmyndum allra tíma af mörgum. Ég skil ekki afhverju, mér finnst hún mjög skemtileg. Hún er byggð á persónu sem Julia Sweeney lék í Saturday Nigh Live og framleiddi Lorne Michaels(sá sem framleiðir SNL) þessa mynd. Hún fjallar um Pat sem er kona eða karl, við vitum það ekki, engin veit það. En mörgum langar að vita það. Pat kynnist Chris sem er karl eða kona engin veit það heldur, en þau giftast og allt er voða gaman nema að nágranni Pats, Kyle hefur eitthverja skrítna áráttu í að komast að því hvort Pat er og endar það í voða spennandi endaatriði.
Dave er mjög fyndin og skemtilegur sem kvennlega veran Chris og allir ættu að hafa gaman af því að kíkja á kvikmyndina.
——————————-
Kids in the Hall: Brain Candy (1996)
Leikstjóri: Kelly Makin
Handrit: Norm Hiscock
Aðalhlutverk:
Dave Foley …. Margir
Bruce McCulloch …. Margir
Kevin McDonald …. Margir
Mark McKinney …. Margir
Scott Thompson …. Margir
Kids in the Hall voru sjónvarpsþættir sem var líkt við Monty Python gengið, þessi sjónvarpsmynd var fyrsta og eina myndin sem gerð var með þeim. Hún fjallar um vísindamenn sem hafa fundið upp lyf sem hressir fólk upp sem er þunglynt, fólkið verður voða ánægt og vísinamennirnir verða voða vinsælir og ríkir en allt í einu fer fólkið að falla í dá vegna of mikillar ánægju. Vísindamennirnir verða að finna ráð til að gera fólkið óánægt en hvernig. Mjög fyndin mynd sem er gaman að kíkja á.
——————————-
Blast from the Past (1999)
Leikstjóri: Hugh Wilson
Handrit: Bill Kelly
Aðalhlutverk:
Brendan Fraser …. Adam Webber
Christopher Walken …. Calvin Webber
Sissy Spacek …. Helen Thomas Webber
Alicia Silverstone …. Eve Rustikoff
Dave Foley …. Troy
Árið er 1964(eða eitthvað svoleiðis) og kalda stríðið í fullum gangi, kjarnorkusprengja gæti veruð skotin á Bandaríkjunum frá Rússlandi hvenær sem er. Allir eru dauðhræddir og Calvin Webber er engin undartekning, hann er búin að búa til byrji sem til að hann og konan hans geti farið í ef sprengjan spryngur en þegar flugvél brotlendir í garðinum hans er hann viss um að sprengjan sé sprunginn og fer með konuna í byrgið. Þau eignast svo son og eru í byrginu í 30 ár. Þegar 30 ár eru liðin þá ákveða þau að senda soninn Adam upp til að finna byrgðir, hann kynnist Eve og fær hana til að hjálpa sér að finna byrgðir. Allt voða gaman. Dave leikur meðleiganda Eve og er voða skemtilegur.
——————————-
Dick (1999)
Leikstjóri: Andrew Fleming
Handrit: Andrew Fleming
Aðalhlutverk:
Kirsten Dunst …. Betsy Jobs
Michelle Williams …. Arlene Lorenzo
Dan Hedaya …. Richard M. Nixon (Dick)
Dave Foley …. Bob Haldeman
Will Ferrell …. Bob Woodward
Bruce McCulloch …. Carl Bernstein
Ana Gasteyer …. Rose Mary Woods
Harry Shearer …. G. Gordon Liddy
Saul Rubinek …. Henry Kissinger
Mjög skemtileg kvikmynd um 2 15 ára stelpur sem verða vitni af Watergate innbrotinu, þær hitta Dick Nixon og til að þær segji engum neitt þá fær hann þær til að verða opinberir hundaviðrarar. Í myndinni er látið eins og að þær séu ástæðan fyrir öllu því sem gerðist í forseta tíð Richards. En ég mundi horfa á kvikmyndina “Nixon” (1995) áður en maður horfir á þessa til að fatta brandarana betur. En allir sem hafa gaman af vel skrifuðum grín myndum ættu að hafa gaman af þessari.
——————————-
http://us.imdb.com/Name?Foley,+Dave
——————————-
sbs : <a href="http://www.sbs.is">www.sbs.is</a> - huldak@islandia.is