Jæja ég var að sjá núna um daginn hina umtöluðu mynd Spielbergs A.I eða Artificial Intelligence. Ég vill ekkert segja um hvað myndin snýst því trailerar myndarinnar hafa nánast ekki sagt manni neitt um myndina og vill ég gera hið sama svo þið njótið hennar sem mest. Þetta er mjög falleg mynd með Haley Joel Osment í aðalhlutverki sem David, Osmeth stendur sig svakalega vel í sínu hlutverki og á hann bjarta framtíð fyrir sér sem krakka leikari. Þar á eftir kemur Jude Law í hlutverki sínu sem Gigolo Joe, höfum við séð hann í meðal annars Gattaca og Enemy at the gates og sýnir hann einnig afrbagðsleik. Myndin er dáldið lengi að byrja enda er hún 143 min að lengd en hún verður samt sem áður aldrei langdregin heldur eru atriðin frekar stytt en sagan kringum atriðið sjálft lengt, að mínu mati finnst mér það nokkuð vel gert miða við að nauðsynlegt er að hafa löng atriði í svona myndum. Spielberg sýnir á snilldarhátt að hann er sá besti í bransanum með frábærri leikstjórn og svakalega fallega myndatöku og eru tæknibrellurnar örugglegla óskars efni. A.I myndin sjálf er góð hugmynd sem Kubrick kom með sem Spielberg framkæmdi fyrir hann þar sem hann lést fyrir stuttu og get ég sagt að það verður alla vega enginn fyrir vonbrigðum. Viðbrögð fólks í garð sögunar eða myndarinnar eru eflaust misjöfn en engin verður fyrir vonbrigðum er ég alveg viss um.
Haley Joel Osment …. David
Jude Law …. Gigolo Joe
Frances O'Connor (II) …. Monica Swinton
Sam Robards …. Henry Swinton
Jake Thomas …. Martin Swinton
Brendan Gleeson …. Lord Johnson-Johnson