Það er komið að grein tvö um Die Hard seríuna og það er gefur að skilja Die Hard 2.
Die Hard 2 : Die Harder (1990)
Eins og venjulega ef eitthvað heppnast vel er gerð framhaldsmynd sem í þessu tilfelli var gott. Rétt eins og fyrri myndin þá var Die Hard 2 gífurlega vinsæl mynd og var eins og sagt er Box Office Hit. Myndin varð tekjuhæsta framhaldsmynd allra tíma en, Terminator 2 kom út ári síðar og þá missti hún þennen titil. Það var Renny Harlin sem leikstýrði þessari mynd en önnur mynd sem hann leikstýrði The Adventures of Ford Fairlane var gefin út á næstum því sama tíma og Die Hard 2. John McTiernan sem leikstýrði Die Hard 1 var of upptekinn við gerð The Hunt for the Red Oktober til þess að hafa tíma fyrir þessa. Það var ekkert sparað við gerð þessarar myndar og Harlin hafði mjög langan taum. Á tímabili kostaði myndin $20.000 á dag! En í dag er þessi upphæð um 1.240.000, var ábyggilega nokkuð hærri fyrir 15 árum. Það átti að gera snilldarmynd.
John McClane er staddur í Washington en hann er mættur til að sækja konuna sína á flugvöllinn. Því miður fyrir hann eru hryðjuverkamenn mættir á svæðið en þeir ætla sér að frelsa stórtækan eiturlyfjasala sem er á leið á flugvöllinn. Hryðjuverkamennirnir hertaka flugvöllinn með því að hakka sig inn í stjórntækin sem þar eru og neyða flugvélarnar sem þar eru á lofti að halda sér þar því þeir slökkva ljósin á flugbrautinni. John þarf síðan að taka á honum stóra sínum til að lúskra á þessum vondu köllum því hér eru hágæðahryðjuverkamenn á ferð.
John stendur alltaf fyrir sínu og þótt sumt annað klikki, þá klikkar John McClane aldrei. Eitt mesta face sem ég hef séð er einmitt í þessari mynd en hann er einmitt að tala við yfirmann flugvallarlögreglunnar, Carmine Lorenzo sem er alveg rosalega böggandi kvikindi:
John McClane: Hey, Carmine, let me ask you something. What sets off the metal detectors first? The lead in your ass or the shit in your brains?
[under his breath]
John McClane: Fat fuck.
Hinar persónurnar eru skemmtilega ýktar, William Sadler (Heywood í The Shawshank Redemption) stendur sig með prýði sem nýi vondi kallinn Col. Stewart, maður fær það vel á tilfinninguna hvað hann er klikkaður þegar hann er í einhverjum æfingum allsber í byrjun myndarinnar og kemur síðan með rosa-move og slekkur á sjónvarpinu, frábært atriði en Renny Harlin á þessa hugmynd. Col. Stewart er samt auðvitað enginn Hans Gruber. Carmine Lorenzo er auðvitað fjandi skemmtilegur karakter sem maður elskar að hata og að lokum er það auðvitað húsvörðurinn Marvin sem er svona týpíski góði skrýtni gaurinn. að ógleymdri ágengu fréttakonunni sem er að hnýsast í öllu saman.
Það er hægt að fræðast mikið um myndir ef maður horfir á “Making of —–“. Það er t.d. gaman að sjá hvernig flugvöllurinn sjálfur er. Maður pælir oft í þessu með einhverja mynd; Hvernig gera þeir þetta eiginlega? Hér er flugvöllurinn, rétt eins og atriðið sem ég nefndi í fyrri greininni, módel. Í stúdíóinu var byggður mini-flugvöllur sem var þónokkuð stór. U.þ.b. jafn stór og svona þokkalegur vítateigur á fótboltavelli. Frekar flott að sjá hvernig þetta virkaði allt saman, hvernig þeir slökktu ljósin o.s.frv. Lendingarbúnaðurinn sem hryjðuverkamennirnir nota síðan í kirkjunni er mjög líkur alvöru lendingarbúnaði en þar sem þetta er bíómynd þá er búnaðurinn auðvitað einfaldaður aðeins til að sagan gangi nú sem best fyrir sig.
Í þessari eðalseríu kvikmynda verð ég eiginlega að segja að þessi er síst. Mér finnst hún ekki slæm alls ekki en hún hefur einhvern veginn ekki sama ljóma og hinar myndirnar, hún einhvern veginn of litlaus. Hún er auðvitað á jólunum og það er snjór í Washington en mér finnst Die Hard 1 og 3 virka betur en þessi, þá aðallega útaf umhverfinu. Einhverra hluta vegna finnst mér eins og svona hasarmyndir ættu að vera nokkuð litríkar en þessi er það ekki. Maður kemst samt í alveg ágætis jólaskap við að horfa en það jafnast ekkert á við 1. Önnur ástæðan er hvernig hún er skrifuð. Þessi mynd er ábyggilega með besta söguþráðinn en mér finnst að það hefði mátt vanda skriftina betur. Fyrir utan þetta er þetta mjög góð mynd með slatta af skemmtilegum atriðum og vel gerðum hasaratriðum.
Í heild er þetta mjög fín hasarmynd sem skemmtir manni vel en það er víst alltaf einhver veikleiki í öllum kvikmyndaseríum…
Fróðleikur um þessa mynd af imdb:
1. Fyrirtæki að nafni Black & Decker borgaði fyrir að hafa John nota einn af sínum frægu snúrulausu borum. Atriðið var því miður klippst burt og þá kærðu Black & Decker 20. aldar refinn og að lokum þurfti refurinn að borga 150 þúsund dollara í skaðabætur!
2. Simpsons-þátturinn sem verið er að sýna í einni flugvélinni er í fyrstu seríu, fjórði þáttur. Þetta eru lífsnauðsynlegar upplýsingar alveg hreint.
3. Sum atriðin í myndinni voru tekin upp á Los Angeles flugvellinum.
4. General Costanza er frá Velverde en það er einmitt tilbúna landið sem var notað í myndinni Commando þar sem Schwarzenegger fer á kostum.
5. Renny Harlin fæddist í Finnlandi en þessir leikstjórar eru alltaf sniðugir en eitt tónverkanna í myndinni heitir “Finlandia”.