Garden state Garden state.

Leikstjórn og handrit: Zach Braff.

Aðalleikarar: Zach braff, Ian Holm, Natalie Portman, Peter Sarsgaard.


Smá spolier

Nýstirnið Zach braff, sem leikur í Scrubs þáttunum, leikstýrir og gerir handritið að þessari frábæru mynd. Hún er í grófum dráttum um leikara í Los Angeles sem hefur lengi forðast þess að fara heim til New jersey og takast á við föður sinni (Ian Holm). En svo loks fer hann þangað, eftir að móðir hans drukknar í baðkari.

Þarna hittir hann aftur vini sína, sem eru mjög svo skrautlegir, og unga stelpu sem heitir Sam (Natalie Portman), sem hefur mjög áhugaverðan persónuleika. Mjög sterkt samband myndast á milli þeirra þarna..

Spolier búinn….

Myndin er frumraun leikstjórans, og sér maður að hann hefur haft þessa hugmynd í vasanum í langan tíma, og fengið loksins að láta ljós sitt skína. Og útkoman er yndisleg.

Natalie Portman er alveg dásamleg í þessu hlutverki sem Sam og sannar hún þarna að hún sé ein af bestu leikkonum í Hollywood. Hún er allavega mín uppáhaldsleikkona.


Þessi mynd á pott þétt eftir að vera ein af bestu “Cult” myndum ársins, því að hún sló nú ekki verulega í gegn í kvikmyndahúsum. Var til dæmis bara sýnd hér á landi á kvikmyndahátíðinni sem var núna fyrir sirka ári síðan og síðan bara sett beint á video og dvd.

Þessi mynd er eiginlega ekki með neinn sérstakann söguþráð. En manni líður samt svo vel, þegar maður horfir á hana. En svo endar myndin því miður, en manni langar samt í svo miklu meira..

Ef þið hafið ekki séð þessa mynd mæli ég mjög mikið með því að þið keyrið, hlaupið eða takið strætó á næstu leigu og takið ykkur þessa


****/****

Imdb.com: 8.00

Kvikmyndir.is : 8.7