-Hellraiser átti upphaflega að heita “Sadomasochists From Beyond The Grave”.
-Bókin úr Evil Dead sést á hillu á Voorhees heimilinu í Jason Goes To *Hell
-Línunar milli pinnana á Pinhead áttu upphaflega bara að vera notaðar til að mæla út staðsetningu pinnana og passa að þeir væru alltaf á réttum stað fyrir atriðið en vegna þess hversu vel það leit út var þap haft með í myndinni.
-Hnífstunguhljóðið í Psycho var gert með því að stinga í melónu.
-Við gerð myndarinar The Shining hringdi Stanley Kubrick oft í Stephen King um hánótt til að spyrja hann spurninga eins og “Trúir þá á guð?”
-Þó að það hafi í alvöru verið framin morð í húsinu úr Amityville Horror var aldrei reimt þar í alvöru.
-Það var settur límmiði yfir vörumerkið á vélsöginni í Texas Chainsaw Massacre(1974) til að forðast málsókn frá framleiðanda vélsaganna.
-Freddy Kruger átti upphaflega að vera barnaníðingur og barnamorðingi í staðinn fyrir að vera bara barnamorðingi.
-Blóðið úr Psycho er sýróp.
-Nokkrir hlutir voru alvöru við gerð Texas Chainsaw Massacre(1974), til dæmis var í alvöru skorið í puttann á eini leikkonu vegna þess að gerviblóðið virkaði ekki og beinagrindin sem sést í myndinni er ekta vegna þess að það var dýrara að kaupa plastbeinagrind.
-Hvíti vökvinn sem lak stundum úr andsetna fólkinu í Evil Dead þegar það meiddist er 2% mjólk og var notaður til sýna að þau væru ekki alveg mennsk og til að myndin yrði ekki of bönnuð.
Byðst afsökunar á öllum villum