Ég sá raunar þessa mynd fyrir nokkrum vikum en ég er með gott minni og mér líður eins og ég hafi verið að horfa á þetta í gær, félagi. Það er margt auðveldara en að búa til trausta og trúverðuga mynd um barnaperra, sem nær að vekja upp vorkun og hatur fyrir aðalpersónunni í senn. Það tókst þó vel upp hér og barnaperrinn fær nýja dýpt, verður meira af raunverulegri manneskju í stað þess að vera skrímsli (þó barnaperrar fremji vissulega viðbjóðslega glæpi..en förum ekki fremur út í það). Túlkun Kevin Bacon er óaðfinnanleg og þetta hefði ekki verið sama mynd án hans. Mos Def lyftir myndinni á annað og betra plan með sínum mögnuðum innkomum, en þær voru því miður alltaf fáar. Það er ótrúlegt hversu hæfileikaríkur Mos Def er sem leikari jafnt sem hip-hop flytjandi (tékkið á black on both sides…feitt sjitt). Þessi litla sena með Mos Def þegar hann talar um barnaperra á mjög tilfinningaríkan hátt er…..já frábær.

Myndin hafði nokkra litla galla sem bögguðu mig. Ber það helst að nefna leikkonuna Eve. Ég held að það þurfi ekkert að fara neitt frekar út í það. Einnig fannst mér spennan á milli Bacon's og Vicki (K.Sedgewick) brothætt á köflum en svona í heildina áttu þau nú góðar senur saman. Gaf manni einnig betri sýn á hversu mikil áhrif dimm fortíðin hefur á venjuleg sambönd. Í raun er það sem myndin reynir best að sýna: hversu erfitt það er að lifa í þessu samfélagi með svona fortíð á bakinu.

Fremur óþekkt kona að leikstýra en hún skilar góðri mynd þar sem er varpað góðu ljósi á líf barnaperrans. Ég held satt að segja að það hefði verið ekki hægt að gera þetta mikið betur en því má auðvitað þakka líka frábærri túlkun frá Kevin Bacon. Nicole fer aldrei yfir strikið í klisjum og dramað er á góðu og eðlilegu róli - en hún sér þó til þess að það sé nóg af tilfinningaþrungnum senum. Mér finnst eins og það vanti bara örlítið upp á og þá væri þetta mögnuð mynd en það er eins og það vanti eitthvað aðeins upp á. Kannski er það útaf því að þessi mynd fjallar um barnaníðing. Það er þó ljóst að myndin vekur upp miklar haturs-tilfinningar í garð þessara manna en einnig vekur hún upp skrýtnar tilfinningar..vorkun fyrir aðalpersónunni, þar sem líf hans er eins langt frá því að vera fullkomið og hægt er. Veikur maður með allann heiminn á móti sér.

7.5/10

Sorry ef það eru einhverjar villur, ég skrifaði þetta á fimm mínútum og er of þreyttur til að fara yfir þetta. Takk.