Í fyrra var sýnd í Háskólabíó danska myndin I Kina spiser de hunde. Þessi mynd kom mikið á óvart og er frábær. Anders Thomas Jensen skrifaði handritið að þeirri mynd. Í nóvember síðastliðnum kom út í Danmörku ný mynd sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Þessi mynd heitir Blinkende Lygter. Hún fjallar um fjóra smákrimma sem ræna nokkrum milljónum af manninum sem þeirra vinna fyrir. Þeir ákveða að flýja til Spánar og byrja þar nýtt líf. Þeir komast þó ekki alla leið, reyndar komast þeir ekki út fyrir Danmörku. Þeir finna lítð yfirgefið hús upp í sveit. Þeir ákveða að setjast þar að um tíma meðan þeir finna leið til að komast til Spánar. En á þeim tíma á margt eftir að breytast og margt skrítið mun gerast. Vinátta þeirra á eftir að bíða hnekki og þeir eru eftirsóttir af mönnum sem vilja drepa þá. Blinkende Lygter er gamanmynd með spennuívafi. Blinkende lygter er eitthvað annað en þessar Hollywood-myndir, myndin er vel skrifuð, fyndin og vel leikin og það þarf engar tæknibrellur til að bæta fyir eitthvað sem illa gert því þetta er vel gerð mynd. Þessi mynd sló öll aðsóknarmet í Danmörku og var á toppi aðsóknarlista bíóanna í Danmörku í margar vikur. Samt hefur þessi mynd ekki komist í bíó hér. Ég vona að eitthvert íslenskt bíó taki þessa mynd til sýningar svo að kvikmyndaáhugamenn fái að njóta þess að sjá eitthvað annað en endalausar tæknibrellur og innhaldslausar klisjumyndir frá Hollywood. Blinkende Lygter er mynd allir ættu að hafa gaman af þó svo hún sé á dönsku.
kveðja,