Urban legends í kvikmyndum #2 Þetta er önnur greinin af nokkrum um “Urban legends” í kvikmyndaheiminum.
————————-
Goldfinger (1964)

Leikstjóri: Guy Hamilton
Handrit: Richard Maibaum

Leikarar:
Sean Connery …. James Bond
Honor Blackman …. Pussy Galore
Gert Fröbe …. Auric Goldfinger
Shirley Eaton …. Jill Masterson

Hvað: Leikkona dó við tökum myndarinnar þegar hún var máluð í gulli í einu atriðinu.
Staða: Ekki satt

Um:
Fyrir 30 árum þegar myndin var gerð þá var haldið að ef að maður mundi hylja allan líkamann með málningu þá mundi maður kafna, núna vita flestir að það er ekki satt. Ef að maður getur andað með muninum og nefinu kafnar maður ekki, þó að maður deyr ef að hún er lengi úr eitrun eða ofhitnun. Í kvikmyndinni Goldfinger drap vondi karlinn eina konuna sem hafði svikið hann með því að mála hana í gullmálningu. Bond fynnur hana svo í dána og útskírir í næsta atriði að það verði að hafa smá hluta af húðini ómálað, þegar myndin var tekin þá voru læknar og allt tilbúnir ef að eitthvað mundi ske. En allavegana þá komst orðrómur um að Shirley Eaten(leikkonan) hafði dáið þegar málningin var komin á hana. Það skeði ekki svo að allt er fínnt.

——————————
Fargo (1996)

Leikstjóri: Joel Coen
Handrit: Joel Coen, Ethan Coen

Leikarar:
William H. Macy …. Jerry Lundegaard
Steve Buscemi …. Carl Showalter
Peter Stormare …. Gaear Grimsrud
Frances McDormand …. Marge Gunderson

Hvað: Myndin er byggð á sönnum atburðum
Staða: Ekki satt

Um:
Þegar myndin kom út sögðu Coen bræðurnir alltaf að hún væri byggð á sönnum atburðum en lögreglan í Minnesota sagðist aldrey hafa heirt neitt svipað, þeir viðurkenndu loks að þeir höfðu búið allt til.

——————————
Shawshank Redemption, The (1994)

Leikstjóri: Frank Darabont
Handrit: Frank Darabont

Leikarar:
Tim Robbins …. Andy Dufresne, Inmate 37927
Morgan Freeman …. Ellis Boyd “Red” Redding, Inmate 30265/Narrator
Bob Gunton …. Warden Samuel Norton
William Sadler …. Heywood, Inmate 32365
Clancy Brown …. Captain Byron Hadley

Hvað: Myndin er byggð á sönnum atburðum
Staða: Ekki satt

Um:
Þegar myndin kom út árið 1994 var á öllum plakötum “Based on a true story”, ég man eftir að þegar ég tók hana fyrst útá leigu stóð það á hulstrinu, engin veit í raun og veru afhverju það var sagt. Kanski því að framleiðendurnir héldu að fólk mundi ekki fara á dramatíska mynd gerða eftir sögur hryllingskongsins Stephen King en myndin fékk einróma lof gagnrínenda(fyrir utan Leonard Maltin sem gaf henni og Forrest Gump 2 stjörnur) og er hún af flestum talinn vera besta kvikmynd allra tíma.