Gladiator 2 ? Núna hefur DreamWorks verið í alvarlegum hugleiðingum að gera framhald af Óskarsverðlaunamyndinni Gladiator.

Þó verður það erfitt David H. Franzoni, sem skrifaði handritið fyrir Gladiator, að gera annað frumlegt handrit.

Framleiðendur segja að það sé ekki ólíklegt að myndin gerist á UNDAN fyrri myndinni, rétt eins og Star Wars - Episode 1

En aðalmálið er að fá Russell Crowe til að snúa við í hlutverki Maximus. Framleiðendur telja að það sé ekki ólíklegt að þeir leggji nokkuð í sölurnar til að fá Crowe aftur.. en hvað varðar Ridley Scott.. það veit enginn.


Persónulega þá myndi ég halda að það yrði mistök að vera Gladiator 2 eða Gladiator - Episode 1.. eða álíka, þetta er epísk stórmynd, og það MÁ EKKI gera framhald af þannig myndum. Það er allt annað með myndir eins og Die Hard og þannig myndir. Og ég ætla sko að vona að Russell Crowe snúi ekki aftur ef þessi mynd verður gerð. Guð, þetta er svo mikið bull að gera framhald.. finnst ykkur það ekki ?

Það er bara verið að eyðileggja myndina, þetta er gott dæmi um þessa andskotans peningagræðgi í Hollywood. Takið Jaws sem dæmi, Jaws 1, meistaraverk! Jaws 2,3 og 4, verstu myndir sem ég hef séð! Og ég vona að DreamWorks menn taki sig til og hætti við þetta, og leyfi myndinni að hvíla í friði.. :)

Margir eru þó eflaust ekki sammála mér um að Gladiator sé góð, og finnst allt í lagi að gera framhald.. :)


En hvað finnst ykkur um að gera framhald af Gladiator ?


sigzi