Ég fór á þessa mynd með það í huga að ég mætti búast við því að það væri eitthvað verið að reyna að ganga fram af manni.
Ég hafði heyrt eitthvað um hana áður en ég fór á hana svo að ég vissi nokkurn veginn við hverju mátti búast, en ég tók eftir því að það voru margir sem ekki vissu hvað þeir voru að borga sig inn á.
Þegar ég settist inn í salinn þá var einhver smávaxinn unglingur aftast sem talaði með öllum auglýsingunum, var eitthvað að herma eftir djúpu karlmannsröddinni sem að kynnti nöfnin á myndunum, en sjálfur var hann helvíti skrækur. Eftir u.þ.b 5-8 mín. af myndinni þá var þessi sami drengur kjaftstopp, það heyrðist bara smá píp í honum aftast þegar eitthvert grófasta kynlífsatriði sem hefur verið kastað upp á hvíta tjaldið í íslensku bíói rúllaði.
Ég held að fólkið hafi ekki haft hugmynd um það hvað var að gerast, allt í einu var bara skellt píku upp á skjáinn og það var beinharður deli að fara inn í hana… Í bíó!!
Ég hafði verið varaður við þannig að ég skemmti mér bara vel við það að horfa á viðbrögðin hjá hinu fólkinu, en samt sem áður þá hafði ég ekki búist við því að þetta væri svona gróft, þetta var auðvitað bara klám!
Svo hélt myndin áfram og ég beið óþreyjufullur eftir einhverjum söguþræði, nóg var um ríðingar og ofbeldi, en söguþráðurinn góðvinur minn lét ekkert sjá sig.
Í hléinu þá fannst mér eins og fólk væri aðallega að gera þrjá hluti, segja “djíses”, hrista hausinn og labba út í sígó.
Afskaplega voru margir sem reykja í bíóinu, nei bíddu, þetta var fólk að labba út af myndinni. Get vel skilið þau, en það er prinsipp hjá mér að ef ég borga 800 kall fyrir mynd þá vill ég sjá hana alla takk fyrir, svo hafa sumar myndir rifið sig upp eftir hlé.
En því miður þá hafði ég rangt fyrir mér, myndin hélt áfram að vera ofbeldisfull og klámfengin (eða bara KLÁM), en söguþráðurinn lét á sér standa.
Manni var eiginlega skítsama hvað gerðist undir lokin, bara ef myndin mundi enda.
Passið ykkur á þessari mynd! Hún er RUSL, en ef þið viljið sjá ofbeldisfulla klámmynd í bíó þá er hún svosem 800 kr. virði, en ég vildi að ég hefði frekar eytt þessum 800 kr. í það að fara á Evolution eða Tomb Raider.
- Pixie