Einkunn á Imdb.com - 5.7
Um daginn var ég að “surfa” netið og var að skoða ’80 “low budget” skrímsla hryllingsmyndir þegar ég rakst á þessa. Hún leit í fyrstu ekki út fyrir að vera eitthvað skárri en allar hinar. En “cover-ið” á þessari heillaði mig og því ákvað ég að grúska aðeins meira um myndina og eftir því meira sem ég komst að um þessa mynd, því meira langaði mig til að sjá hana. Ég hafði lesið það að það væri búið að gefa út “Special Edition” útgáfu af myndinni þar sem búið var að laga tæknibrellurnar og betrumbæta öll mynd og hljóðgæði. Svo ég ákvað að kaupa DVD diskinn þá, frekar en að leita að myndinni á video leigunum.
Myndin fjallar um tvo útileigu menn sem telja sig hafa fundið loftsetin sem hafði hrapað til jarðar í nágreni lítinn fjallabæ um miðja nótt. Þegar þeir skoða steininn betur komast þeir af því að þetta er í raun stór ormur sem etur allt sem á hans vegi verður. Ormurinn fer í smábæinn og felur sig í kjallara í einu húsinu í bænum. Þegar daga tekur komast íbúar hússins af því smátt og smátt að eitthvað stór og svangt bíður þeirra í kjallaranum.
Myndirnar gerast varla mikið ódýrari en þetta. En myndin kostaði einungis 25.000 dollara í framleiðslu. En þrátt fyrir þennan litla pening tókst fólkinu í kringum þessa mynd að gera frábæra hryllingsmynd sem bíður uppá mikla skemmtun.
Myndin átti í miklum vandræðum þegar hún kom út, því enginn vildi taka af sér dreifinu þessara myndar. En á endanum tókst að koma henni í nokkur kvikmyndahús og aðsóknin lét ekki standa á sér. En myndin þénaði 320.000 dollara fyrstu sýningarvikuna í New York og var meðal vinsælustu mynda í New York. En þrátt fyrir þessa miklu aðsókn, þá hættu sýningar á myndinni stuttu seinna. Í dag er myndin búinn að hala inn nokkrum milljónum dollara fyrir sölu og leigu síðan hún var frumsýnd, og hún heldur áfram að seljast hægt og rólega og fleiri og fleiri eru farnir að viðurkenna þessa mynd á meðal þeirra betri ’80 hryllingsmynda.
Myndin líður tölvuvert fyrir lítinn pening. Maður sér það alveg á brellunum. Ormurinn er flottur og ógnvænglegur með allar þessar tennur útum allt og oftast eru líkamsleifar af fólki fast í tönnunum á honum, sem gerir það enn flottar að sjá hann. En þegar kemur af því að sýna orminn ráðast á fólk, þá tekur maður eftir því hvað þessi mynd kostar lítið. Ég væri til í að sjá þessa mynd endurgerða og þá að ormurinn fengi nútíma uppfærslu með alvöru tæknibrellum.
Myndin minnir nokkuð á hryllingsmynd frá fimmta og sjötta áratugnum. Því öll atburðarásin er hæg. Myndin byrjar með nokkrum látum en svo er hún keyrð niður og hún “lullar” áfram hægt og rólega áfram. Miðjukafli myndarinn getur verið hálf þreytandi. Kannski var það bara hjá mér, því ég vildi sjá sem mest af orminum, enda var hann rosalega flottur.
Það var mikil persónu sköpun í myndinni, ívið meiri en maður á að venjast í svona hryllingsmynd. Leikurinn var eins og við er að búast í svona mynd. En á heildina lítið mjög skemmtileg mynd og augljóst að þeir sem gerðu þessa mynd voru að gera hryllingsmynd til að gera hryllingsmynd. Ekki til að græða peninga.
Helgi Pálsson