Martin Scorsese Martin Scorsese
17. nóvember, 1942
Queens, New York, USA
Leikstjóri

Hinn augnbrúnamikli Matrin Scorsese hefur verið einn mesti og besti leikstjóri í Ameríku í meira en 20 ár. Hann sló í gegn með myndum sínum sem endurspegla æskuárin hans sem ítalskur-amerískur kaþólskur maður. Martin var asmasjúkur unglingur sem eyddi mestum tíma sínum í bíó. Hann ætlaði að læra að vera prestur, en hætti í prestaskólanum eftir sitt fyrsta ár, og að lokum fór hann í N.Y.U. (New York University) kvikmyndaskólann. Hann gerði nokkrar góðar stuttmyndir í skólanum, þá meðal.. It\'s Not Just You, Murray og hans fyrsta glæpamynd, Who\'s That Knocking on my Door, sem innihélt ungan Harvey Keitel. Með snillingnum Robert De Niro, gerði Martin hina djörfu og truflandi Mean Streets og hina bráðsnjöllu og hryllilegu Taxi Driver, myndin sem fékk John Kinkley Jr. til að reyna drepa Ronald Reagan (hann sagðist hafa verið að reyna fá athygli Jodie Foster, sem lék 12 ára mellu í myndinni).

Martin reyndi að breyta um myndir, þegar hann gerði Alice Doesn\'t Live Here Anymore árið 1975, kvenréttindamynd, kvikmynd um einstæða móðir sem reynir að lifa af með syni sínum. Síðar komu sjónvarpsþættir byggðir á myndinni, Alice hétu þeir. Besta mynd Martins frá upphafi er án efa Raging Bull frá 1980. Filmuð í svart-hvítu, byggð á lífi box meistarans Jake LaMotta. Aðalhutverkið lék Robert De Niro, þetta mætti teljast sem hans besta frammistaða, hann bætti meðal annars á sig 50 pundum (veit ekki hvað það er í kílóum). Raging Bull fékk einn óskar, eða reyndar De Niro, hann fékk Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki. Einnig fékk hún tvær aðrar tilnefningar, sem besta mynd og leikstjórn. Þar á eftir kom önnur svart-hvít mynd, gamanmynd, After Hours. Á eftir þeirri mynd kom meistaraverkið, The Color of Money, með Paul Newman í aðalhutverki. Þar fékk Newman ekki bara sinn fyrsta óskar, heldur sannaði Martin að hann gæti vel ráðið við stórar og dýrar myndir.

Þegar The Last Temptation of Christ kom út, þá komu nokkur viðbrögð. Sumir trúarflokkar kölluðu myndina guðlast, og aðrir mótmæltu henni meira að segja. Myndin var beint frá hjartanu, og með hinu fallega \“score-i\” Peter Gabriels, þá fékk myndin ekki eins góðar móttökur og Martin vonaði. Óskarsmyndin GoodFellas, tekin úr bók Nicholas Pileggi, Wiseguys. Myndin er um Henry Hill, glæpamaður sem breyttist í heimildarmann, blóðug snilldarmynd um mafíuna og ein af klassísku myndum Scorsese. Hann kom þar á eftir með hina ójöfnu Cape Fear, hina fallegu en leiðinlegu Age of Innocence og ruddalegu Casino. Árið 1997 tók hann skref í aðra áttina, stórt skref. Hann leikstýrði Disney myndinni Kundun, falleg mynd um fjórtánda Dalai Lama. Seinasta myndin hans er Bringing Out The Dead, með Nicholas Cage í aðalhutverki, sem sjúkrabílsökumaður. Handritið af þeirri mynd skrifaði Paul Schrader, en hann skrifaði einnig handritið af Taxi Driver, Raging Bull og Last Temptation.

Myndir Martins einkennast oft af miklu ofbeldi. Góð dæmi eru Taxi Driver, Mean Streets, Casino, GoodFellas og fleiri. Flestar myndir Martins innihalda annaðhvort Robert De Niro eða Harvey Keitel. Þeir léku saman í Taxi Driver og Mean Streets. Í Taxi Driver leikur Niro leigubílsstjóra sem fær ógeð á skítnum í borginni og tekur til sinna handa. Casino leikur hann spilavítiseiganda ásamt Joe Pesci og Sharon Stone, en hann lék líka með Pesci í GoodFellas.
Martin er líka stundum í myndinni sjálfri sem hann leikstýrir, t.d. Taxi Driver. \“Skemmtilegt\” hlutverk þar sem hann lék farþega Niros, sem lýsti því fyrir honum hvernig hann ætlaði að drepa konuna sína. En ætli hann hafi ekki slegið bókstaflega í gegn með hinni ótrúlegu Mean Streets, hann lék líka þar. Mann sem hét eða var kallaður Shorty og morðingjann í bílnum. Hann leikstýrði myndinni líka og skrifaði handritið.


Takk fyrir lesturinn,
kveðja,
sigzi


Listinn yfir myndirnar hans var of langur, farið bara á IMDb.com.