Talsvert hefur verið um það að fólk sé að gagnrýna eitt og eitt kvikmyndahús hérna á landinu og er það allt gott og blessað.
Málið er hinsvegar að öll kvikmyndahús á landinu eru illa búin. Ég er ekki að tala um lítil tjöld og léleg hljómkerfi sem er reyndar lítið um. Ég er að tala um sætin í kvikmyndahúsum Íslands. Þau eru þrengri en þú átt að venjast í lélegri kvikmyndahúsum erlendis. Fyrir fólk sem er stærri en 1'70 á hæð er virkilega óþægilegt að sitja til lengdar í bíósölum hér á landi. Það er lítill halli á salnum þannig að manneskjan f. framan þig þarf ekki að vera mjög stór til að þú sjáir ekki neitt.
Popp er annað sem mér finnst ábótavant við kvikmyndahús hér á landi. Laugarásbíó og Regnboginn meiga eiga það að vera með skásta poppið en samt er bíópoppið hér á landi þurft, illa saltað og einfaldlega vont. Hvort sem þetta er til að fólk kaupi sér 2 lítra af gosi með poppinu eða ekki - hef ég ekki hugmynd um. Hvað með um að fólk geti keypt sér snakk með góðri kvikmynd. Það er eitthvað sem vantar alveg.
Vissulega eru það ekki öll kvikmyndahús sem eru jafn slæm og næsta en í heildina litið er þetta skammarlegt og ég hvet þá sem standa að kvikmyndahúsum hér á landi til að endurskoða þetta.
Meginmál… Salirnir eru þröngir, poppið er vont og ég vill snakk í sjoppunar.