Ég skellti mér í bíó í gær og sá Pitch Black. Ég hafði heyrt misjafna hluti um myndina og bjóst þess vegna ekki við miklu en gerði mér þó vonir um að sjá ágætis mynd. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum því myndin er alveg þrælgóð. Hefði getað verið alveg hrikalega týpísk en sleppur vel frá klisjum (þótt auðvitað sé hægt að benda á eina eða tvær). Ég hlakka til að sjá næstu mynd sem þessi leikstjóri sendir frá sér (David Twohy). Hann hefur m.a. leikstýrt “The Arrival” sem er eina myndin sem Charlie Sheen hefur leikið í síðust árin sem hann þarf ekki að skammast sín fyrir. Ég mæli með að fólk skelli sér í bíó á Pitch Black, fín skemmtun.