Það er ekki auðvelt að bregða mér. Það þarf eitthvað virkilega mikið til svo að ég kippist við og verði hræddur. Það sama gildir um að verða spenntur yfir mynd. The Descent er eins konar splatter-spennumynd og með alveg helling af verulega ódýrum bregðuatriðum sem manni bregður ekki af. Allavega ekki mér, vinur minn var að kúka á sig. Þetta minnti mig á skelfinuguna Cursed eftir Wes Craven en þar er ógrynni af lélegum bregðuatriðum.
Myndin fjallar í stuttu máli um hóp kvenna sem skella sér í smá hellaskoðunarferð en það gengur nú bara ekki betur en það en að þegar þær eru að skríða lengra inn í hellinn þá kemur jarðskjálfti og þær festast inni í hellinum, eftir það lenda þær í miklum hremmingum sem innihalda mjög ógeðslegar verur.
Það er ekki sérstaklega mikið lagt upp úr söguþræði eða einhverjum gáfulegum samræðum til að halda þessari mynd uppi. Það er reyndar varla eitt mannsæmandi samtal í þessari mynd. 2-3 línur sagðar frá konu til konu og svo er farið beint í næsta ódýra bregðuatriði eða næstu krísu. Þetta var samt að virka alveg sæmilega en svo kom hléið og þessi litla spenna sem var búin að safnast upp í manni hrundi og það þurfti að byrja frá grunni. Hún náði samt aldrei að byggja upp neina gífurlega spennu þótt það hafi verið mikið reynt enda eins og ég sagði er erfitt að gera mann spenntan. Samt ábyggilega margir sem voru drulluspenntir.
Það er valin gella í hverju hlutverki, leikkonur sem maður hefur aldrei séð áður en voru samt að standa sig þokkalega. Það er nánast ekkert reynt að byggja upp neina af þessum persónum, maður fylgist með þeim í 30 mínútur og maður veit ekkert um þessar gellur nema eina. Það er kafað aðeins dýpra í eina persónu en hinar gætu alveg eins verið loft. Svo þegar þær fara að deyja þá er manni nákvæmlega sama. Það gætu alveg eins verið statistar í einhverri stórslysamynd að deyja svo mikið var mér sama. Engin vorkunn.
Það er eitt atriði þegar þær þurfa að komast yfir stórt bil svona eins og var í einni Indiana Jones myndinni. Þá ætlaði ein gellan að klifra yfir og reyna að festa kaðal svo hinar kæmust yfir. Þar hékk hún í svona 1 mínútu eða meira á einni hendi og maður gat ekki annað en glottað að þessu atriði. Það er enginn að fara að segja mér að hún hafi getað þetta. Ég veit þetta er kvikmynd en þetta atriði fór virkilega í taugarnar á mér.
Helsti kostur myndarinnar eru skrímslin. Þau eru virkilega óhugnaleg og vekja óhug hjá manni. Þetta er einhvers konar blanda af manni og Gollum í Lord of the Rings. Bara með miklum ljótleika. Það er samt enginn bakgrunnur af þessum verum, reynt að koma með einhverja greiningu sem ein gellan kemur með, en mér fannst hún ekki alveg vera að virka.
Annað hrós fær hún fyrir alveg hinn þokkalegasta endi. Þetta var alls ekki endirinn sem maður bjóst við og það er smá plús í annars slappa mynd.
Samt hafa margir mjög gaman af þessari mynd og hún var að virka alveg sæmilega sem splatter mynd en hún hafði lítil sem engin áhrif á mig. Sorry.
(Spoiler)
Er einhver annar sem sá tilvísanir í Lion King og Carrie. Í endann þegar hún er að klifra upp beinagrindurnar, minnti það ykkur ekki óneitanlega á atriðið í Lion King þegar Simbi og Nala voru í fílakirkjugarðinum að klifra þar. Það var mín fyrsta hugsun þegar ég sá þetta atriði. Seinna atriðið var þegar hún stingur höndinni upp úr jörðinni í beinu framhaldi af beinagrindaklifrinu. Það er alveg eins atriði og í endanum á Carrie þegar höndin kemur upp úr jörðinni.