Allavega, ég ætla ekki að fara koma með einhverja huge gagnrýni á myndina en ég vil taka það fram að ég hafði ekki hugmynd um hvaða mynd þetta var, ákvað bara að drífa mig í bíó því ég hafði ekkert betra að gera.
Mikið svakalega var A History of Violence góð mynd. Þetta er trúlega einhver óvæntasta mynd síðari ára, engar stórstjörnur en samt valinn maður í hverju rúmi, t.d. Ed Harris og William Hurt í litlum hlutverkum en virkilega eftirminnilegum. Viggo Mortensen er góður og sannfærandi í hlutverki sínu og Mario Bello sýnir það og sannar að hún kann að leika, vonandi sér maður meira af þessum leikurum á næstunni því þeir eiga það skilið.
Hún í rauninni fjallar um Tom Stall (Viggo Mortensen), eiganda veitingastaðar í litlum smábæ og er hann hamingjusamlega kvæntur (Maria Bello) og á tvö börn. Kvöld eitt kemur óvæntur hlutur uppá og tekur líf Tom Stalls óvænta stefnu og fjölskyldan má fara óttast um líf sitt. Ég get hreinlega ekki sagt meira frá söguþræðinum án þess að eyðileggja fyrir.
Myndin er frekar brútal og ekkert að veimtiltítast við að sýna höfuð splundrast sem gerist í orðsins fyllstu merkingu. Í myndinni eru sjaldséð ofbeldisatriði sem ég persónulega fílaði í botn þó að einhverjar stelpur í salnum hafi tekið fyrir augun og kúgast.
Það má segja að leikstjórinn David Cronenberg (The Fly) stígi vart feilspor við gerð myndarinnar, allur frágangur er til fyrirmyndar. Handritið virðist vera skothelt og leikstjórinn spilaði vel úr spilunum.
Ég mæli hiklaust með A History of Violence þegar hún verður tekin til sýninga. 9 af 10.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.