Kevin Spacey KEVIN SPACEY
“Nobody knows who I am yet, and I want to keep it that way. The longer I do, the better off I'll be as an actor.”
Að hluta til hefur þetta gengið eftir hjá Kevin Spacey, einum hæfileikaríkasta leikara samtímans. Hann heldur sínu einkalífi utan sviðsljóssins og slúðurblöðunum til vonbrigða lætur hann ekkert uppi um sambönd sín annað en það sem hann á við hundinn sinn Legacy. Eitthvað vitum við þó um lífshlaup Kevins og það ætla ég að skrifa hér í stórum dráttum.
Kevin Spacey fæddist 26 júlí 1959 í New Jersey. Fjölskyldan flutti til California ´61 en þaðan var Kevin síðan sendur í herskóla af föður sínum eftir að hafa kveikt í tréhúsi systur sinnar. Hann hélst þó ekki lengi í hernum, í slagsmálum henti hann bíldekki í skólafélaga sinn og var rekinn heim. Hann byrjaði að leika fyrir alvöru í Chatsworth High School þangað sem hann fór eftir herskólann. (Lék m.a. Captain Von Trap í The Sound of Music) Eftir stuttan feril sem uppistandari fór Kevin að ráðum fyrverandi bekkjarfélaga sín Val Kilmer og gekk í leiklistarskólann Juilliard þar sem hann hætti svo eftir 2 ár til að hefja feril sinn.
Þrátt fyrir að heimsfrægð hans sem kvikmyndaleikari hafi byrjað fyrir aðeins 4-5 árum á Kevin að baki 20 ára feril í leihúsi og sjónvarpi. Af mörgu er að taka en hápunktar leihússferils hans eru líklegast leiksigur í Broadwayuppfærslu á Ghost e.Ibsen á móti Liv Ullman, seinna þegar hann lék með læriföður sínum Jack Lemmon í Long Day's Journey Into Night og svo 1990 þegar hann fékk Tony verðlaunin (virtustu leikhúsverðlaunin í USA) fyrir frammistöðu í leikritinu Lost in Yonkers
Samhliða leikhúsinu fór hann að leika í nokkrum misgóðum bíómyndum, en það var ekki fyrr en 1995 sem hann hlaut fyrst reglulega athygli í kvikmyndageiranum. Það var í bitastæðu hlutverki Verbal Kint, sem Kevin fórst stórkostlega úr hendi og hreppti fyrir óskarinn sem besti leikarinn í aukahlutverki. Sama ár lék hann í tryllinum Seven, lítið en eftirminnilegt hlutverk á móti Brad Pitt og Morgan Freeman. Síðan hefur hann birst okkur í hverju meistaraverkinu á eftir öðru, með örlitlum lægðum þó, og er alltaf mikilll senuþjófur. Þ.á.m. í snilldinni L.A.Confidential, Disney myndinni A Bug´s Life sem vondi kallinn, engisprettan og svo er það auðvitað listaverkið American Beauty. Fyrir túlkun sína á miðaldra manni sem byrjar að lyfta lóðum og reykja gras til að ganga í augun á unglingsvinkonu dóttur sinnar hlaut Kevin óskarinn í annað sinn, í þetta skipti fyrir aðalhlutverk.
Hlutverk Kevins eru margvísleg og ólík en alltaf skilar hann sínu frábærlega og eftirminnilega. Sjálfur segist hann aðeins taka að sér verkefni sem hræða úr honum líftóruna eða láta hann leggja virkilega hart að sér. Þrátt fyrir það er leikur hans alltaf fullkomlega afslappaður og virðist auðveldur, eins og honum sé ekkert eðlilegra en að vera ýmist geðbilaður fjöldamorðingi, stamandi bækluð undirlægja, hörundssár barnaskólakennari, sjálfumglöð lögga, pabbi með grá fiðringinn og allt hitt sem við höfum séð hann í. Kevin Spacey á vel heima í hópi bestu leikara allra tíma og ég hlakka til að sjá hann í komandi meistaraverkum.


If it were not for people who stepped forward and gave me opportunities at a time when I had not proved myself at all, believe me, I would not have a career."
-Kevin Spacey

Kvikmyndir Kevins:
The Big Kahuna (2000)
Pay It Forward (2000)
American Beauty (1999)
A Bug's Life (1998)
Hurlyburly (1998)
The Negotiator (1998)
L.A. Confidential (1997)
Midnight in the Garden of Good and Evil (1997)
Looking for Richard (1996)
A Time to Kill (1996)
Outbreak (1995)
Seven (1995)
Swimming With Sharks (1995)
The Usual Suspects (1995)
Doomsday Gun (1994)
Iron Will (1994)
The Ref (1994)
Consenting Adults (1992)
Glengarry Glen Ross (1992)
Henry & June (1990)
A Show of Force (1990)
Dad (1989)
See No Evil, Hear No Evil (1989)
Rocket Gibraltar (1988)
Long Day's Journey Into Night (1987)

Ef þið hafið eitthvað við greinina að athuga látið mig endilega vita og ég mun leiðrétta það.