Hérna ætla ég að skrifa smá grein um snillinginn Quentin Tarantino

Quentin Tarantino fæddist í Knoxville, Tennessee í USA 27. mars 1963. Foreldrar hans voru ung, mamma hans aðeins 16 ára en faðir hans 21 árs. Mamma hans heitir Connie og pabbi hans Tony. Quentin er skríður eftir persónu sem Burt Reynolds lék í myndinn Gunsmoke, Quint. Strax frá unga aldri fór mamma Quentins með hann í bíó reglulega t.d. var Quentin 9 ára þegar mamma hans fór með hann á myndina Deliverance. Þessar bíóferðir kveiktu mikinn áhuga Quentins á kvikmyndum og varð hann tíður gestur í kvikmyndahúsum.

Þegar Quentin var 22 ára gamall þá byrjaði hann að vinna á videoleigu, þar sem hann gat miðlað visku sinni um kvikmyndir. Á videoleigunni vann maður að nafni Roger Avary en þeir áttu eftir að vinna síðar saman að t.d. Pulp Fiction og fleirum myndum. Árið 1987 kláraði Quentin að skrifa sitt fyrsta handrit en það var að myndinni True Romance. Ásamt því að vinna á videoleigu var Quentin í leiklistarskóla. Hann laug ferilsskrá sinni til að komast í skólann og nefndi að hann hafi leikið í japönskum myndum sem enginn hafði nokkurn tímann heyrt um. En það virkaði ágætlega. Árið 1988 lauk hann við sitt annað handrit en það var Natural Born Killers.

Árið 1990 byrjuð hjólin að rúlla fyrir Quentin, þá seldi hann handritið að True Romance fyrir 50000 dollara. Þá peninga ætlaði hann að nota til þess að kvikmynda næsta handrit, Reservoir Dogs. Í henni áttu bestu vinir hans að leika, hún átti að vera tekin á 16mm filmu og í svart-hvítu. Á þessum tíma byrjaði Quentin að vinna hjá litlu kvikmyndafyrirtæki. CineTel, við að skrifa handrit. Þar hitti hann mann er heitir Lawrence Bender sem er framleiðandi. Gegnum hann komst Quentin í samband við Harvey Keitel. Harvey las Reservoir Dogs handritið og leist svo rosalega vel á handritið að hann ákvað að frjámagna myndina, leika í henni og útvega aðra leikara í hana. Reservoir Dogs var svo frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 1992 og svo góðar viðtökur að Miramax keypti dreifingarrétt á myndinni.

Quentin byrjaði strax að vinna að næstu mynd en hún átti eftir að slá allsvakalega í gegn. En það er náttúrulega snilldin Pulp Fiction. Myndin hlaut gullpálmann í Cannes auk þess var hún tilnefnd til 7 óskarsverðlauna og vann óskarinn fyrir besta frumsamda handrit.

Árið 1995 kom Four Rooms út, en Quentin skrifaði handrit og leikstýrði henni ásamt þeim Alison Anders, Robert Rodriguez og Alexandre Rockwell. 1997 kom út myndin Jackie Brown. Næsta mynd Tarantinos heitir Kill Bill og er með Uma Thurman og Warren Beatty í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um vændiskonu sem er skotin af pimpinum sínum og endar í dái í 9 ár, þegar hún vaknar vill hún svo ná fram hefndum. Myndin kemur út árið 2002. Ég býð spenntur.

Auk þess að vera leikstjóri og handritshöfundur er Tarantino leikari og leikur hann smáhlutverk í öllum sínum myndum og smáhlutverk í mörgum öðrum t.d. Little Nicky. Einnig lék hann annað aðalhlutverkið í myndinni From Dusk Till Dawn.
Það má segja að Quentin Tarantino er mjög fjölhæfur snillingur, hann er allt í öllu í því sem hann gerir, leikstýrir, skrifar handritin, framleiðir og leikur (hann gerir allavegana eitthvað tvennt af þessu í öllum myndum sem hann kemur nálægt).
Takk,
bjornj
kveðja,