Dr. Strangelove Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb er ein af þeim myndum sem enginn má láta fram hjá sér fara. Dr. Strangelove gerist í kringum 1950 þegar kjarnorkursprengjan og áhyggjur varðandi hana var sem mest og er ein sprengjuflugvél send fyrir slysni til þess að sprengja mikilvægar herstöðvar í Rússlandi, fer ekki betur en svo að það næst ekki samband til hennar til þess að stoppa hana frá því að koma af stað kjarnorkurstyrjöld. Stanley Kubrick leikstjóri og meðframleiðandi myndarinnar fékk söguna úr bókini Red alert (Peter George). Kubrick ákvað að breyta þessari spennusögu í kómíska bíómynd uppfulla af svörtum húmori. Myndin sýnir í raun hversu fáránlegt kalda stríðið var og reynir Kubrick að sýna hvernig ákvarðanir hafa verið teknar af ráðamönnum í Bandaríkjunum út af fáránlegustu hlutum. Allar ákvarðanir voru teknar í Stríðsherberginu eða eins og það var kallað í myndini The Warroom. Peter Sellers er í hlutverki fyrir 3 persónur og allar gjörólíkar, eftir að hafa séð hann í þessari mynd er ég alveg viss um að ég hafi aldrei í mínu lífi séð neina mynd með eins hæfileikaríkum leikara. Þess má geta að Sellers fékk óskarinn fyrir fyrri mynd sína Lolita einnig leikstýrð af Kubrick. Síðan komum við að einum sem er í smá uppáhaldi hjá mér George C. Scott, hann fer með magnaðann leik sem hershöfðingi sem hefur óbeit á kommonistum. Hann lifir sig rosalega vel inn í hlutverkið og lætur ekki undan Seller. George C. Scott lékk einning í stríðsmyndini Patton (ég skrifaði sér grein um hana). Myndin í heild sína litið er ein af eftirminnilegustu myndum sem gerðar hafa verið og er margt í henni sem maður tekur kannski eftir í fyrstu en ef maður sér hana aftur þá verður það allt ljóst (ég nefni engin atriði) Þess má geta að hún í 11 sæti á www.Imdb.com það sýnir bara og sannar að Dr. Strangelove er mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara.frá sér fara.

Ronald Regan the first time in the white house eftir being electid president of the United States)
Regan: Were is the warroom?.
Man: Sir the Warroom?.
Regan: Yes were all the Generals and the president disguss.
Man: Sir ther is no Warroom.
Regan: Sure it is I sawl it in that movie, Strangelove.


Peter Sellers …. Group Capt. Lionel Mandrake/President Merkin Muffley/Dr. Strangelove
George C. Scott …. General “Buck” Turgidson
Sterling Hayden …. Brigadier General Jack D. Ripper, Commanding Officer Burpelson Air Force Base
Keenan Wynn …. Colonel “Bat” Guano
Slim Pickens …. Major T.J. “King” Kong, Pilot