Julia Roberts Julia Fiona Roberts
28. október, 1967
Smyma, Georgia, USA
Leikkona

Alveg síðan Julia Roberts kom í sviðsljósið í myndinni Pretty Woman þá hefur hún verið sögð ein skærasta stjarna í kvikmyndaheiminum í dag. Hún hefur tvisar fengið Óskarstilnefningu fyrir 24 ára aldur, og fékk hann fyrir leik sinn í Erin Brochovich, 20001. Hún hefur líka verið alls þekkt fyrir mikla fegurð og mikla persónutöfra.

Hún fæddist í smábæ að nafni Smyma, í Georgiu. Dóttir sölumanns og kirkjuritara. Foreldrar hennar skildu þegar hún var 4 ára, og faðir hennar, Walter, dó úr krabbameini þegar hún var aðeins 9 ára. Julia segir að dauði hans hafi breytt hverri einustu heimsspeki sem hún hafði! Hjónin höfðu byggt smiðju fyrir leikara og leikritahöfunda í nokkur ár áður en Julia fæddist. Á meðan Julia var að alast upp þá vonaðist hún til þess að verða grænmetisæta, en sá draumur gufaði upp þegar hún útskrifaðist úr barnaskóla, 17 ára gömul. Eftir það þá hélt hún af stað með systur sinni, Lisu, í leiklistarskóla til að hefja leikferil. Hún fékk sér einnig annað starf, módel hjá “Click modeling” til að geta borgað reikningana. Og tók þátt í nokkrum leikþáttum, engum af þeim fannst henni vera nógu upplýstur til að klára til enda. En 1986 fékk hún “stóra” tækifærið sitt, þegar bróðir hennar Eric (leikarinn Eric Roberts) sannfærði leikstjórann Eric Mastersson til að fá hana með í myndina, Blood Red. Myndin varð “sett upp í hillu” eftir að hún var gerð, var ekki komin í bíó fyrr en 1990. Þannig að Roberts varð ekki fræg fyrr en 1988, þegar hún birtist í sjónvarpsþáttunum Crime Story.

Sama ár lék hún í tveim myndum, hin “gleymanlega” Satisfaction og hin duttlungafulla Mystic Pizza. Næst lék hún í óskars(tilnefningar)myndinni árið 1989, Steel Manolias og lék þar næst í smellinum Pretty Woman. Pretty Woman átti fyrst að vera svona svört drama eins og Leaving Las Vegas (Nicolas Cage), en seinna keypti Disney handritið og ákvað að gera þessa mynd að rómantískri gamanmynd. Þess má einnig geta að Julia var “elt uppi eins og hundur” með það hlutverk, í sko upprunalegu útgáfunni af Pretty Woman. Svo loksins gafst hún upp og lék í myndinni, leikstýrð af Gary Marshall, eins gott að hún lék í henni, því hún sló met í aðsóknum og fékk Óskarstilnefninu. En ekki voru allir ánægðir með að Disney hafi gert þessa mynd að fjölskylduskemmtun, í myndinni er það að vera hóra, ekkerrt hættulegra heldur en skólaferðalag. Þannig að myndin gaf ranghugmynd af mellum. Tveir smellir fylgdu Pretty Woman, hryllingsmyndin Flatliners og Sleeping with the Enemy, þar sem hún lék illa farna eiginkonu. Svo var það sumarbömmerinn Dying Young, myndin varð D.O.A. (dead on arrival) væntanlega þýðir það að myndin hafi ekki skilað neinum gróða og farið beint á hausinn. Seinna bárust orðrómar frá stúdíói Steven Spielbergs, þegar hann var að taka upp Hook, að sú hin fræga leikkona Julia Roberts væri algjör martröð.

Ástarlíf Juliu er ekkert venjulegt, hún planaði að giftast syni Donald Sutherland, Kiefer. Þar sem hann lék með henni í Flatliners. En hann hætti við nokkrum dögum áður en brúðkaupið átti að vera, hann stakk af með fatafellunni Amöndu Rice, en Roberts lét það ekkert á sig fá, hún fór til Írlands með öðrum samleikara sínum í Flatliners, Jason Patrick (hræðilegur í Speed II, eins og myndin) En það átti eftir að hafa önnur áhrif á hana, hún tók sér 2 ára hlé frá leiklistinni til að vona að hún gæti “endurnýjað” leikhæfileika sína. Aðeins einu sinni á þessum tveimur árum lék hún í bíómynd, The Player, eftir Robert Altman.

Seinna átti eftir að koma ein af ekta myndum hennar, The Pelician Brief, með Denzel Washinton, myndin sló einhver met og svona dót :) En eins og vanalega þá nældi hún sér í kall þarna líka, Lyle Lovett. Sambandið náði hámarki með giftingu.. en 21 mánuðum seinna skildu leiðir þeirra. Margir halda að Lyle hafi orðið dáldið þreyttur á að vera kallaður Ugly Duckling, eða Ljóti andarunginn, hver veit? En þau urðu ekkert óvinir eða neitt, þau eru ennþá nánir vinir. Hún brást miðasölunum fjórum sinnum með því að leika í fjórum lélegum myndum. En gagnrýnendum tóku gleði sína á ný þegar hún lék í mynd Woody Allens, Everyone Says I Love You.

1997 kom svo önnur enn stærri mynd, þar lék hún á móti Cameron Diaz og Rubert Everett, í My Best Friend's Wedding (fín mynd). Myndin sló öll met varðandi eina helgi og rómantíska gamanmyndir (þrengir hringinn dáldið :) Myndin sem kom þar á eftir er svo allra leiðinlegasta og versta mynd sem ég hef séð og skil ekki hvað stórstirni eins og Mel Gibson og Julia eru að flækjast í… já, það er Conspiracy Theory! Næstum sofnaður yfir henni. Næstu mótleikarar hennar voru Susan Sarandon og Ed Harris, í Stepmom, fjölskyldudramamynd, ágæt fyrir mömmurnar :) Eftir þá mynd þá virtist hún ætla stefna að rómantískum gamanmyndum, því næsta myndin hennar er það eimmitt, á móti breska leiðindapúkanum (mitt álit) Hugh Grant, í Notting Hill. Þar leikur hún stórstjörnu sem verður ástfangin af bókabúðareiganda (Hugh Grant). En Julia og Gere voru ekki alveg skilin , nei.. þau hittust aftur í myndinni Runaway Bride, hún leikur þar konu sem kemst heldur betur í slúðurdálk Gere's, því hún á það einkenni að hætta alltaf við giftingu þegar hún er á altarinu.. en eitthvað gerist á milli þeirra beggja..

Erin Brockovich átti eftir að vera hennar stærsta mynd, því hún fékk óskarinn fyrir besta leikkona í aðalhlutverki, og einnig Golden Globe verðlaunin. Myndin er leikstýrð af óskarsverðlaunahafanum Steven Soderberg, sem hlaut Óskarinn fyrir Traffic, leikstýrir einnig þessari mynd. Bara tryggja að hann fái einhvern óskar :) Þar leikur hún einstæða mömmu sem starfar sem lögfræðingur í smábæ. Hún fær mál í hendurnar sem varðaði eitrað vatnsból stafað af stóru fyrirtæki, málið átti eftir að vera eitt stærsta skaðabótamál í sögu Bandaríkjanna og stórsigur fyrir Erin Brockovich. En mesti skandallinn var sá, að þegar Julia var uppá sviðinu, á Óskarnum, þá gleymdi hún að þakka sjálfri Erin Brockovich !!!

Julia á sitt eigið kvikmyndaver, Shoelace, eða skóreim. Shoelace blómstrar alveg, og hún hefur verið fengin til að leika í myndum allt frá Hitchcock's “To Catch A Thief” til “From Alice to Ocean”. Næsta mynd Juliu er endurgerð “The Woman”, með Meg Ryan. Myndin hefur því miður gengið eitthvað hægt í framleiðslu en með Ryan og Roberts sem aðstoðarframleiðenda, þá ætti þetta að ganga hratt fyrir sig. Nýjasta mynd hennar er The Mexican, ég fjallaði smá um hana í grein minni um Brad Pitt.



Takk fyrir lesturinn,
kveðja,
sigzi


The Mexican - 2001
Erin Brockovich - 2000
Notting Hill - 1999
Runaway Bride - 1999
Stepmom - 1998
My Best Friend's Wedding - 1997
Conspiracy Theory - 1997
Mary Reilly - 1996
Michael Collins - 1996
Everyone Says I Love You - 1996
Something to Talk About - 1995
I Love Trouble - 1994
Ready to Wear - 1994
The Pelican Brief - 1993
The Player - 1992
Sleeping With the Enemy - 1991
Dying Young - 1991
Hook - 1991
Pretty Woman - 1990
Blood Red - 1990
Flatliners - 1990
Steel Magnolias - 1989 .
Satisfaction - 1988
Mystic Pizza - 1988