Skífan hf. Ég hef tekið eftir þónokkru nækvæðu í garð Skífunnar. Verðin alltof há, og fleira.

En mitt álit á Skífunni er annað, þrátt fyrir hátt verð, þá finnst mér þjónustan vera 100%, kannski ekki alltaf þannig hjá öllum, en alltaf þannig hjá mér. Það vill svo til að ég bý útá landi, og get ekkert skroppið útí Kringluna eða Laugaveginn.

Þegar ég panta DVD og tónlist, þá kemur þetta 2-3 dögum á eftir. Það er ekki alltaf þannig hjá öllum búðum, BT sendir t.d. eftir viku!

Þrátt fyrir hátt verð, þá versla ég oftast hjá Skífunni. Ég pantaði einu sinni hjá smellur.is, varan kom aldrei!

Það væri gaman að fá almennileg rök fyrir hatri á Skífunni, en ekki dæmi eins og “Skífan er verkfæri djöfulsins” og þannig..


sigzi