William Bradley Pitt
18. desember, 1963
Shawnee, Oklahoma, USA
Leikari
Leið Brad Pitts frá því að vera Missouri ættaður kórdrengur yfir í hrífandi hjartaknúsara var mótuð í sterkri Bapista trú og örugglega trilljón magaæfingar. Faðir hans, framkvæmdastjóri stórs vörubíla fyrirtækis, ól upp Brad og yngri bróðir hans og systir til að verða virðulegt og kristið fólk. Eftir að Brad útskrifaðist úr Kickapoo High, sótti hann um göngu í Háskóla Missouri, þar ætlaði hann að læra auglýsingastarfsemi, grafíska hönnun og “frat-boy shenanigans”(veit ekkert hvað það er). Eftir aðeins tvær vikur hætti hann þar og tróð hann öllu sínu dóti í bílskrjóð sem hann kallaði “Runaround Sue”, og hélt til Hollywood til að verða, hehe, kvikmyndastjarna. Hann sagði foreldrum sínum að hann myndi fara í “Art Center Collage of Design” í Pasadenu, vegna þess hann var of hræddur að segja þeim að hann ætlaði í rauninni að vera þjónn, limmó-ökumaður, kjúklinga-klæddur eða LA. klisja.. í allri þeirri von um að hann myndi verða frægur einhvern daginn.
Mestur tími hans þar fór í að keyra stippurum í steggjapartí. Með nokkra leikstundir í vasa sínum, þá kom loksins eitthvað hlutverk í hendur hans. Þá lék hann á móti dóttur Elvis Prestley, Pricilla. Hann lék sjálfur hormóna-knúinn kærasta hennar, myndin heitir Dalls. Þessi mynd var sjónvarpsmynd, en ekki bíómynd. Seinni framkoma hans í hræðilegri mynd, Cutting Class, hefur ekki gert mikið fyrir ferilskránna hans. En hann krækti þó í Hollywood stjörnuna, Jill Schoelen.(Hann hafði áður verið með fyrrverandi konu Mike Tysons) 1991 fékk hann loks þónokkra athygli, það ár lék hann í mynd Ridley Scotts, Thelma & Louise, með Geenu Davis og Susan Sarandon. Í þeirri mynd lék hann graðan puttaling sem var ábyrgur fyrir fyrstu fullnægingu Geenu Davis (í myndinni sko :) Ætli það hafi ekki verið í fyrsta sinn sem magavöðvarnir hans Pitt hafði verið nokkuð vel upplýstir :)
Seinna tók hann við leikkonuna Juliette Lewis, það samband entist í 3 ár, orðað sem lengsta ástarsamband Pitts síðan hann kom til Hollywood. Eftir það samband fór hann til konu sem heitir Jitka, það samband entist ekki heldur lengi. Þá fékk hann rómantískt hlutverk í Legends of the Fall, epísk drama. 1994 People blaðið kaus hann sem kynþokkafyllsta mann á lífi ! En hann vildi ekki hafa þann titil, hann vildi hafa titilinn “góður leikari” Þá kom söngkonan Melissa Etherigde, og gaf honum þennan vitnisburð: “One night a few of us, shall we say, lesbians, were in the hot tub watching the guys play basketball in the pool. We were staring at Brad and we all agreed he could change a woman's mind.” Vá, gaman að fá svona hrós.
Meðhöndlun Pitt í fjölmiðlunum var ekki eingöngu um skerandi bláu augun hans, ótrúlegu magavöðvana og hans ótrúlega bros. Hann var löngu farinn að vinna sér inn virðingu áður en People kom með þessa tilkynningu (kynþokkafyllsti…) Leikur hans sem dauðadæmdur gulldrengur í mynd Robert Redfords, A River Runs Trough It, og einnig sem hin skuggalega vampíra í Interview With A Vampire. Þessi tvö hlutverk höfðu mikla þýðingu fyrir feril hans sem leikara. Pitt kom þó í öðru hlutverki, í mikið frægari mynd en hinar tvær á undan, samt, í því hlutverki skilaði hann ekki eins góðri frammistöðu og hinar, en sú mynd er Se7en, snilldarmynd ! Þar leikur hann löggu sem eltist við snarbrjálaðan raðmorðinga, sem myrðir eftir syndunum sjö. Leikstjórinn var snillingurinn David Fincher. Þar nældi hann líka í gellu, Gwyneth Paltrow, mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að segja þetta nafn og skrifa það. Það samband entist í 2 1/2 ár. Síðustu sjö mánuðir af því sambandi voru þau upptekin af því að giftast.
Pitt fékk loksins sitt fyrsta risahlutverk, ekki gleyma því að hann fékk Óskarstilnefningu, í hlutverki sem geðsjúkling, í mynd Terry Gilliams, 12 Monkeys. 1997 lék hann írskan IRA hryðjuverkamann á móti Harrison Ford (vanmetin mynd að mínu mati). Svo seinna meir fékk hann germanskan hreim, í myndinni Seven Years in Tibet, þar lék hann ástralaskan ferðalang, að nafni Henrich Harrar. Til gamans, þá var var honum bannað að fara til Kína vegna hlutverks hans í myndinni. Sumir segja að sú mynd sé sú besta á ferli hans! Svo fékk hann hlutverk, óvenjulegt hlutverk, að leika Dauðann sjálfann. Á móti stjórleikaranum Anthony Hopkins. Svo kemur hlutverkið sem ég elska, hans besta mynd! Fight Club.. “First rule about Fight Club, do not talk about Fight Club” sorry, Pitt, en ég ætla að brjóta þá reglu. Þar leikur Pitt, Tyler Durden, sápusölumann á móti Edward Norton sem er maður sem á erfitt með að sofa á nóttunni og hefur engan tilgang í lífi sínu nema lesa IKEA listann. Myndin er byggð á skáldsögu Chuck Palahniuk. Svo getur enginn verið ósammála um það að magavöðvarnir á Pitt hafa einungis batnað með tímanum :) Snatch, hann lék ekki aðalhlutverkið í þeirri mynd, en samt fannst mér hann vera skemmtilegasta persónan í myndinni. Þar leikur hann “sígaunaskann” Breta, ekki með enskan hreim, eða írskan, neinei, sígaunaskann. Það er einfaldlega ekki hægt að skilja það nema lesa textann. Mótleikarar hans voru ekki af stóra taginu, Benicio Del Toro, Dennis Farina og Vinnie Jones, þetta fannst mér vera þeir skástu. Í The Mexican leikur hann mann sem fær í hendurnar einhverja eldgamla byssu sem nefnist “The Mexican”, þar leikur hann á mótu Juliu Roberts og James Gandolfini.
Brad ætlaði einnig að hanna sína eigin fatalínu, en það varð ekkert úr því.
Takk fyrir lesturinn,
kveðja,
sigzi
ps. ef þið eruð ósáttir við credits listann, endilega látið mig vita
Snatch - 2001
The Mexican - 2000
Fight Club - 1999
Meet Joe Black - 1998
The Devil's Own - 1997
Seven Years in Tibet - 1997
Sleepers - 1996
Too Young to Die? - 1995
Seven - 1995
Twelve Monkeys - 1995
Interview With the Vampire - 1994
The Favor - 1994
Legends of the Fall - 1994
True Romance - 1993
Kalifornia - 1993
Cool World - 1992
Johnny Suede - 1992
A River Runs Through It - 1992
Across the Tracks - 1991
Thelma & Louise - 1991.
Happy Together - 1990
Cutting Class - 1989