'Meet the Feebles' Á sá Bad Taste fyrir nokkrum mánuðum og langaði strax að sjá fleiri myndir eftir Peter Jackson, loks fann ég mynd hans nr2 “Meet the Feebles”.

Hún fjallar um brúður sem eru með þátt, svipað og The Muppet Show, nema allt er íkt og raunsætt. Persónurnar eru flóðhestur í ástarsorg, Walrus(ég man ekki íslenska nafnið) sem heldur framhjá flóðhestinum með ketti, froskur sem er háður eiturlyfjum, rotta sem gerir klámmyndir, kanína sem er með AIDS og fleiri og fleiri.

Ég er vanur draugum(það er draugagangur heima hjá mér), ég hef séð ótal skrímsli í hrylingsyndum og er ekki hræddur við neitt af því dóti, en ég skelfi eitt meira en nokkuð annað, brúður, ég skal segja ykkur aðeins frá því ég sá nefnilega kvikmynd sem hét “Child's Play” þegar ég var 5 ára, í mörg ár gat ég ekki séð dúkku án þess að verða skelfingu lostinn og enn í dag á ég mjög erfitt með að horfa á prúður, ég man eftir þáttunum “Spitting Image” sem voru sýndir á stöð 2, ég gat ekki horft á þá vegna þess að ég gat ekki sofið á næturna ef að ég hugsaði um prúðurnar. Sama má segja um þessa mynd. Hún er með svo hryllilegum dúkkum að ég svaf ekki nóttina sem ég sá hana en hún er mjög góð. En skilur eftir margar myndir sem ég vil helst ekki hafa í huganum.

www.sbs.is